Ólöf Tara vekur samúð í mjúku drottningarviðtali á DV, og margt bendir til þess að almenningur sé að verða reiður við Öfgakonur en ekki bara þá sem þær kalla gerendur.

Mér skilst á DV frétt "Deilt um hversu margir hafa yfirgefið brekkuna þegar meintur gerandi steig á svið", að hinn frægi svonefndi gerandi sem margir kalla Gillzenegger, (Egill Einarsson) hafi slegið á trumbur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það eitt og sér að hann hafi verið fenginn til hljóðfæraleiks á þessari mestu svallhelgi landsins segir að nú sé verið að reyna að lyfta þjóðinni uppúr þeim sorglegu átökum kynjanna sem kallast Metoo og eitthvað slíkt.

Gillzenegger þessi markar einnig upphaf þessa tímabils fyrir tíu árum þegar hans mál komust í hámæli.

Femínistahópurinn Bleiki fíllinn hefur verið lagður niður. Það segir nú líka ýmislegt um mótbyrinn sem þessar dömur fá nú um stundir.

Í yfirlýsingu frá Öfgum kemur þetta fram, meðal annars:

"Þið tókuð einhliða ákvörðun þegar þið ákváðuð að það væri mikilvægara að hafa meintan nauðgara beran að ofan uppi á sviði að berja á trommur."

Deilt er um hvort þriðjungur yfirgaf brekkuna út af Gillzenegger, en DV taldi sér nauðsynlegt að uppfæra frétt sína og viðurkenna að um miðnætti sé eðlilegt að börn og eldra fólk fari til hvílu sinnar og því sé mjög erfitt að meta hvort lífskúnsnerinn Gillzenegger sé ástæðan fyrir þessu.

Undir fréttinni í athugasemdum fjalla sumir um að refsa eigi rógberendum eins og Öfgastúlkum ekki síður en þeim sem kallaðir eru af þeim gerendur. Þar með er verið að hvetja dómskerfið til að beina sjónum sínum einnig að mannorðsmeiðingum kvenna, ekki bara fávitunum, markalausu piltunum.

Orðið feminasistar virðist hafa fest sig í sessi. Það sér maður í athugasemdakerfinu, orðið hefur ekki bara verið notað einu sinni heldur býsna oft af fleiri en einum.

Alveg ljóst að andstaðan gegn femínismanum og öfgafemínismanum fer vaxandi en ekki minnkandi og boltinn gæti lent á þeim en ekki þeirra óvinum, boltinn sem þær segja kominn af stað, en hvert fer hann og hvar lendir hann? Á þeim sjálfum?

DV reynir eins og venjulega að hleypa af stað reiði gegn svonefndum gerendum með fréttum með æpandi fyrirsögnum sem eiga að vera háfemínískar. Að þessu sinni lendir sú reiði á þeim og femínistum - eða að minnsta kosti að hluta til. Þróunin í þessum málum er ekki alveg eins og þar búast allir við. Almenningur er ekki eins leiðitamur og haldið er, getur sem sagt reiðst konum líka, eins og þessum Öfgastúlkum. Tímarnir breytast og mennirnir með.

Ólöf Tara Öfgakona fær hinsvegar mjög langt drottningarviðtal í annarri DV frétt og það sem ég hef lesið af þeirri mjög svo löngu frétt sýnir að þar sýnir hún af sér mun mýkri, manneskjulegri og bljúgari hlið en áður, þannig að hún er næstumþví viðkunnanleg og maður fær jú samúð með henni, greyið konunni, sem virðist á villigötum í lífinu.

Þar fjallar hún meðal annars um veikindi sín og allskyns erfiðleika, og rúsínan í pylsuendanum hjá henni er að hún er aðeins farin að bakka með skoðanir sínar, en bara um millimetra, ekki mikið.

"Ekki viss um að slaufanir séu framtíðin" er millifyrirsögn næstsíðust í þessu sérlega langa og ítarlega viðtali við hana, sem er þó með því betra sem hún hefur látið út úr sér.

Ingibjörg Ottesen, virk í athugasemdum, sem hefur nú oft verið glerharður femínisti segir"Það er ótrúlegt hvað alvarleg veikindi geta opnað augu fólks".

Eitt að lokum þessu tengt. Fíkniefnabrot eru mjög svo áberandi um þessa verzlunarmannahelgi, en kynferðisbrot ekki.

Ef það er rétt, má þá ekki segja að Öfgakonur og fleiri slíkar hafi náð markmiði sínu og að óþarfi sé að berjast lengur fyrir þessu máli og valda óvinsældum og hnjaski áfram?

Eru Öfgakonur loksins búnar að berja gredduna úr karlkyninu? Róleg verzlunarmannahelgi aldrei þessu vant? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Þessi ofstækishópur sem ég kalla svo, Öfgar, hafa ekki beðið hlutaðeigandi afsökunar. Menn hafa víða verið sakaðir, þær stillt sér upp og kalla unga fótboltamenn nauðgara. Sölvi virðist ekki fá afsökunarbeiðni en fram hefur komið í fréttum að hópurinn fór mannavillt. Varla hægt að afsaka það miðað við herförina gegn honum. Hópur inn á snjáldursíðu þar sem margir af þessum ofstækiskonum er, hefur nú tekið lífsviðurværi læknis. Enginn veit fyrir hvað, því ekkert er kært til lögreglu. Sem betur fer virðist flugi metoo, í þessari mynda, að lækka. Sama gerist í Danmörku sem dæmi. Nornaveiðar með þessum hætti er hverju samfélagi hættulegt. Öfgakonur og hópar fara eftir manninum ekki málefninu. 

Vona að almenningu vakni upp og hafni nornaveiðum sem ofstækisfólk viðhefur. Hægt er að styðja þolendur afbrota á annan hátt.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.8.2022 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 127489

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 566
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband