Rússar leyfa kornútflutning og Nordstream 1 opnast, en viðkvæm er staðan

Pistlar Gunnars Rögnvaldssonar um Evrópusambandið eru hnyttnir, sannir og miskunnarlausir allt í senn. Þessi frétt minnir á margt sem hann hefur skrifað um. Margir myndu segja að ESB sé á hnjánum gagnvart Rússum þótt reynt sé að láta þetta líta öðruvísi út. Mikill var fögnuðurinn í Evrópu þegar Nordstream 1 var aftur opnuð nýlega, því búizt var við algerri lokun Rússamegin jafnvel útaf stríðinu og andstöðu ESB við Rússa.

Síðan eru nú komnar fréttir um að kornið frá Úkraínu muni aftur metta sveltandi lönd, og mikill er fögnuðurinn yfir því líka. Þó er það ljóst að ástandið er mjög viðkvæmt og hægara sagt en gert að losna undan áhrifum Rússa.

Athugum það að Tyrkir með Erdogan í broddi fylkingar ræddu við Rússa og komu þessu til leiðar með kornið.

Hvernig geta ESB leiðtogarnir ímyndað sér að hægt sé að semja við Rússa ef ekki er talað við þá?

EF ESB væri ekki leiksoppur í höndum ójarðtengdra öfgafemínista og glóbalista þá myndi þar vera skynsamlegri pólitík.

Að reyna að hirta Rússa og kenna þeim mannúð eða önnur gildi, það er svo stórfurðulegt.

Pistill Björns Bjarnasonar í dag kemur inná þetta líka og þar er nokkuð vel á málunum tekið eins og mjög oft hjá honum, en ekki er ég sammála öllu sem Sergei Medvedev segir, sem mest er vitnað þar í.

Áður en Úkraínustríðið hófst var samt ekki talað um Rússland opinberlega af þjóðaleiðogum í Evrópu sem "ríki skaðræðis og hryðjuverka", þótt mjög alþjóðavæddir og vinstrisinnaðir einstaklingar hafi gert það. En þetta er þó löng þróun sem Evrópa og Bandaríkin hafa átt þátt í, þessi þróun í Rússlandi, því í stað þess að reyna að opna sig gagnvart Rússum voru þeir mjög oft jaðarsettir að óþörfu. Drifkrafturinn á bakvið þessa jaðarsetningu á Rússum var mjög oft staða mannréttindamála í Rússlandi, og þó einkum og sér í lagi hvar Rússland hefur verið á femíníska kvarðanum, nálægt feðraveldinu en ekki mæðraveldinu.

Medvedev hefur starfað í Evrópu og er greinilega hugmyndafræðilega ESB-maður.

Þegar hann skrifar um "máttleysi Rússlands á sviði efnahagsmála, tækni og utanríkismála" er það áróðurshagræðing staðreynda í ESB stíl að undanskilja ábyrgð ESB og vestrænna ríkja í því ástandi. Auðvitað er Rússland máttlaust á þessu sviði þegar búið er að beita það efnahagsþvingunum árum saman, áður en Úkraínustríðið hófst.

Ef ég vitna í Hauk Hauksson fréttaritara Rússa á Útvarpi Sögu þá hefur hann lýst því hvernig Rússar hafa þó náð umtalsverðum árangri og mun meiri árangri en smáþjóðir sem beittar hafa verið þvingunum.

Sergei Medvedev heldur áfram og líkir Rússum við veikburða ríki Palestínumanna, islamista og vinstrisinna, að hryðjuverk og skaðræðisaðferðir séu notaðar af þeim sem reyna að bæta stöðu sína. Jú, það er margt til í þessu og þetta er hægt að taka undir.

Við þetta er að bæta að ég lít á femínismann sem hryðjuverkasamtök, og að Vesturlönd séu að falli komin vegna hans. En í þessum pistli ætla ég ekki að fara útí þá sálma. Það er svo löng umræða og hún er hvort sem er oftast afskrifuð sem öfgar. Lítið mark er tekið á slíkum málflutningi þótt hann sé oftast fullur af sannindum.

Ég ætla að halda áfram að fjalla um Rússland og Úkraínustríðið.

Arnar Loftsson hefur skrifað áhugaverða pistla um þessi málefni. Þar hefur maður getað lesið um að þetta sé tilraun til að knésetja Rússland og gera það gjaldþrota.

Það er eins og afstaða sjálfstæðismanna sem hafa sterk ítök í flokknum sé orðin tvíbent til ESB, þeir eru ekki hlynntir inngöngu en gangast inná málflutning ESB ríkjanna, og það er vandratað á því einstigi, en skiljanlegt hvernig þetta er, á meðan við sem þjóð erum í nánu samstarfi við ESB, og jafnvel Katrín forsætisráðherra er á sömu línu, þrátt fyrir að flokkur hennar og hún sjálf hafi ekki verið alveg þannig.

Arnar Loftsson heldur því að minnsta kosti fram að framtíð Rússlands sé björt en ekki ESB landanna.

Að minnsta kosti hlýtur það að vera ljóst að hér er Evrópa að setja sig og allan heiminn í hættu með því að snúast gegn Rússum. Efnahagsleg er hættan fyrir ESB, og kjarnorkuógnin hlýtur að magnast við slíkt, sem er ógn við allan heiminn.


mbl.is Úkraínustríðið og hinsti orkupakkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 132933

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 437
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband