Þegar Bob Dylan samdi lag fyrir Bítlana

Heimildirnar fyrir þessu eru á Youtube, "Did the Beatles and Bob Dylan write a song?" Um er að ræða segulband sem spilað er af, og lagið heitir "Maureen", um fyrri konu Ringos Starrs.

Um Þakkagjörðarhátíðarhelgina 1968 sömu þeir Bob Dylan og George Harrison nokkur lög að því er talið er. Samkvæmt Youtubemyndbandinu er þetta eitt þeirra laga. Einnig heyrist á segulbandinu frá æfingu Bítlanna 1969, þar sem George Harrison kynnir lagið fyrir Bítlunum og segir það eftir Bob Dylan. Í myndbandinu er talið að Bítlarnir hafi breytt lagi Dylans í lagið "Thingyumybob", sem kom út í ágúst 1969 hjá Apple útgáfufyrirtæki Bítlanna. Með nútímatækni er sýnt fram á skyldleika laganna "Maureen" og "Thingyumybob", og nafnið á því síðarnefnda gefur einnig til kynna að þeir hafi þakkað Dylan með nafni lagsins sem er skrifað á Lennon og McCartney eins og flest lögin eftir Bítlana.

Nagra segulbandið er segulbandið kallað og heilagur gral, eitthvað mjög verðmætt og sérstakt í tónlistarsögunni.

Það hefði verið mjög gaman að fá þetta lag með textanum um Maureen eftir Dylan í flutningi Bítlanna á einni af plötum þeirra, Let It Be var tekin upp á þessu tíma, en aðeins heyrist brot af laginu á Youtubemyndbandinu. Kannski þótti það of persónulegt til að vera gefið út þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 132936

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband