Ætti að segja upp fjölmiðlafólki sem er illa máli farið?

Pistill Ómars Ragnarssonar um skort á beygingum í frétt hristi upp í mér, því lengi hefur mig langað til að fjalla um þetta á ný, en dæmin eru svo mörg og algeng að maður verður að lokum dofinn fyrir þessu, sem má ekki gerast.

Núna bara í þessum kvöldfréttatíma þann 20. júlí voru tvær fréttakonur sem beygðu ekki nafn Borisar Johnsons, á RÚV var það Ólöf Ragnarsdóttir og á Stöð 2 var það Telma Tómasdóttir, og allt í sambandi við afsögn Borisar Johnsons. Þær sögðu báðar afsögn BORIS JOHNSON, ekki Borisar Johnsons. Myndi Telma segja afsöfn Ólöf Ragnarsdóttir en ekki Ólafar Ragnarsdóttir og myndi Ólöf segja afsögn Telma Tómasdóttir ekki Telmu Tómasdóttir? Það er meira að segja komin hefð fyrir því hvernig á að beygja Boris Johnson, í eignarfalli er það (til) Borisar Johnsons, (afsögn hans) vissulega. Þetta er erfiðara ef það eru indversk, kínversk eða þannig nöfn sem hljóma á annan hátt en þau sem hafa einhverja tengingu við vestrið. Þá er hægt að skilja að fólk hiki við að beygja, en það er hægt. Eignarfallið af kínverska nafninu Li er Lis, (til Lis er hægt að segja í hljóði til að ruglast ekki) og þannig mætti lengi telja. Þetta er alveg hægt bara ef fólk nennir að hugsa aðeins.

Síðan kemur upp annar samanburður í þessu sambandi, en það eru hinar víðfrægu og alræmdu Metooafsagnir og öll hneykslismálin í DV og víðar, þar sem dómstóll götunnar fær að hneykslast og hneykslast eins og Gróa á Leiti. Þar fá yfirstéttarkonur femínismans stoltar og kvenrembnar, roggnar og valdafíknar skotveiðileyfi á karla sem hegða sér eftir reglum feðraveldisins frekar en reglum mæðraveldisins og femínismans, og það er talið hið versta mál og glæpsamlegt. Er hægt að reikna það út að það sé þjóðfélagslega hagkvæmara að reka fjölþreifna karlmenn frekar en konur sem stuðla að hnignun tungumálanna, eins og þessar tvær sem hér er fjallað um og nota enskar málfræðireglur þar sem mannanöfn eru ekki beygð en ekki íslenzkar þar sem mannanöfn eru beygð? Verður ekki Íslendingur, eins og þær tvær eru,  að fara eftir íslenzkum málfræðireglum og beygja þannig erlend og íslenzk nöfn frekar en eftir enskum málfræðireglum þar sem það er ekki gert?

Er þá þetta ekki eins merkilegt og femínísku málin? Ekki jafn alvarlegt? Ef maður er svolítið raunsær þá hlýtur maður að hafa grun um að aldrei verði hægt að uppræta allt kynferðisofbeldi, því það er hluti af þessu dýrseðli sem við burðumst með og er okkur meðfætt. Þessvegna finnst mér þessi barátta gegn kynferðisofbeldi eins og þegar Þór var látinn drekka hafið af klækjarefnum Útgarða-Loka. Þetta þreytir samfélagið og dregur úr því þrótt, skilar ekki árangri nema tímabundið, og takmarkað og þá aðeins fyrir þennan ofdekraða forréttindahóp sem nýtur þess að berja á hinu kyninu, femínistarnir, sem haga sér næstum eins og "Spænski rannsóknarrétturinn" forðum og gat refsað fólki fyrir að vera öðruvísi en ríkið vildi og kirkjan á þeim tíma.

Þetta er einsog með baráttuna gegn vímuefnum eða vændi. Hvorugt verður hægt að uppræta, nema við breytumst alfarið í vélmenni.

En það er hægt að viðhalda sjálfstæðinu, það er hægt með reglum og aðhaldi, þannig að hvaða bögubósar sem er séu ekki í fjölmiðlunum, til dæmis, eða að fréttastjórinn eða yfirmaðurinn veiti tiltal og bendi á villurnar og biðji viðkomandi að bæta sig, gefi tækifæri.

Bogi Ágústsson er mjög vel máli farinn. Ég hef aldrei heyrt hann tala vitlaust, eða man ekki eftir því. Hann er að vísu ekki fréttastjóri lengur, en einhversstaðar liggur ábyrgðin. Eiga þá allir að vera eins og Eiríkur Rögnvaldsson, sem segist ekki sjálfur taka upp málvillurnar sem hann heyrir hjá öðrum, en telur þær allt í lagi, því nógu margir gera þær? Nei, þannig rök eru ekki góð, þau eru bara uppgjöf.

Einhversstaðar liggur ábyrgðin. Bogi Ágústsson okkar sem öll þjóðin þekkir gæti alveg tekið upp á þessu uppá sitt eindæmi, eða hver sem veit betur og er þarna innan stofnunarinnar og vill leiðrétta vinnufélaga sína, eða benda á að það þurfi að gera meiri og harðari kröfur en þetta, að málinu hnigni vegna metnaðarleysis ef ekki er bent á þetta.

Hvað með yfirmenn svona stofnana? Stendur þetta ekki skrifað í einhverjum reglum, að nauðsynlegt sé að fólk í fjölmiðlum fari eftir íslenzkum beygingareglum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Afsögn Borisar Johnsons mun hafa verið ranghermt eftir hjá mér í gær, en málvitund mín þó á réttum slóðum, ég fór aftur yfir þessa fréttatíma frá því í gær og hér er þetta niðurskrifað nákvæmlegar: Ólöf Ragnarsdóttir sagði "Ötull stuðningsmaður Boris(ar) Johnson(s)", (hið rétta innan sviga, orðrétt án sviganna). Telma Tómasdóttir (Tómasson samkvæmt skjátexta, ættarnafn sennilega): "Eftirmaður Boris(ar) Johnsons(s), sama hér eignarfallið vantaði í framsögn fréttakonunnar, haft innan sviga og leiðrétt. Auk þess láðist mér að geta þess að þriðja villan af þessu tagi kom fram hjá alþjóðastjórnmálafræðingnum Hirti J. Guðmundssyni, hans orð voru: "Stuðningsmaður Boris(ar) Johnson(s)", sama hér, leiðréttingar innan sviga, framsögn hans án eignarfallsins. Bogi Ágústsson einn var með þetta rétt:"Stuðningsmenn Borisar Johnsons."

Þetta minnir mig á samræður í teiti sem ég var í fyrir nokkrum árum þar sem fólk var að tala um að hallærislegt væri að þýða tölvuhugtök, en langt er síðan það var, og nú er það almennt talið einn af hornsteinum varðveizlu íslenzkunnar.

Vel má vera að ég hafi verið of harkalegur að telja Ólöfu og Telmu verr máli farnar en marga aðra, en þannig er nú með þessar fyrirsagnir, til að vekja athygli og koma hreyfingu á svona mál er nauðsynlegt að vera harðorður. Eignarfallið vantaði hjá þeim vissulega, ég var með það rétt.

Nú er ég farinn að hallast að því að þetta sé enn ein ömurleg tízkubylgjan sem ekki á rétt á sér, að þetta þyki fínt, að herma svona eftir enskunni. Ég vona að þetta verði athugað af einhverjum jafn háttsettum og menntamálaráðherra eða forsætisráðherra landsins, og að umræður hefjist um þetta, þannig að aðfinnslur okkar Ómars og annarra verði álitnar annað en gamaldags röfl.

Ingólfur Sigurðsson, 21.7.2022 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 132938

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 442
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband