18.7.2022 | 23:02
Á Grillarinn að fá allt þitt líf?, kristilegt ljóð frá 24. febrúar 2001
Am7
Hvað ætlar þú að gefa Grillaranum mikið?
Am7
Á Grillarinn að fá allt þitt líf?
Am7
Ætlar þú bara að þjóna Grillaranum?
Am7 F Am7
Af hverju trúir þú bara á Grillarann?
Hefur Grillarinn reynzt þér svona vel?
Hver er Grillarinn?
Getur þú verið viss um hver hann er?
Getur þú sannað hver hann er?
Allt þetta fólk
sem stundar þessa sömu starfsemi,
er ekkert syndsamlegt við hana?
Er ekkert rangt við hana?
Að græða á náunganum
með því að breyta sköpuninni,
er ekkert rangt við það?
Er ekkert syndsamlegt við það?
Er ekki sköpunin heilög?
Er hún ekki heilagt verk Guðs?
Er þetta ekki þannig
og ekkert öðruvísi?
Af hverju ert þú alltaf
að breyta þér?
Til er staður fyrir slíkt fólk
og hann er ekki þægilegur.
Þú þekkir nafnið á þeim stað
og þú þekkir það mjög vel,
samt er forherðing þín slík
að þú virðist ekki hræðast þann stað né sjálfan Grillarann með grillspjótið sitt.
Hefur þú alveg gleymt Guði?
Hver er Guð eiginlega?
Veizt þú eitthvað um það
eða veizt þú ekkert um það?
Ætlar þú alltaf að þjóna Grillaranum?
Erfið er leið þeirra
sem þjóna syndaranum
og hún er líka kvalafull.
Syndin er hræðileg,
samt eru svo margir
sem fara syndarinnar götur,
því miður er þetta þannig.
Orðaskýringar: Grillarinn:Djöfullinn, Satan. Þetta orðalag lærði ég af Snorra í Betel og heillaðist af því, en hann notaði það í einhverju útvarpsviðtali fyrir löngu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 62
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 727
- Frá upphafi: 127354
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 538
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.