Almenningur sem lemur manninn í Rússlandi fyrir ađ mótmćla Úkraínustríđinu

Fréttin um manninn sem mótmćlir Úkraínustríđinu í Rússlandi međ skiltum sem eru rifin af honum og eyđilögđ af gangandi vegfarendum sumum, en fćr hrós frá öđrum en er barinn af nokkrum samlöndum sínum fyrir mótmćlin gegn stjórnvöldum er mjög áhugaverđ. Hann heitir Vitaly Tsitsurov og trúir ekki orđi af ţví sem stjórnvöld segja, og neitar ađ trúa ţví ađ nazistar séu í Úkraínu sem ţurfi ađ berjast gegn, eđa ađ verja Úkraínumenn fyrir sjálfum sér, hann er sem sagt algjörlega sammála fjölmiđlum í okkar heimshluta, á Vesturlöndum. Ţeir sem vilja frćđast betur um ţetta geta fariđ í RÚV spilarann, ţetta var í kvöldfréttum RÚV 17. júlí 2022, og nánari fréttir ćttu ađ vera í erlendum fjölmiđlum.

Ţađ sem kemur mér eiginlega dálítiđ á óvart er ađ hann komist upp međ ţessi mótmćli, ekki handtekinn af stjórnvöldum, ţví ţađ er látiđ í veđri vaka ađ einrćđisstjórn sé í Rússlandi núna ekki ólík stalínsku stjórninni, manndrápunum ţá og ofbeldinu gegn sovézkum almenningi á tuttugustu öldinni, mannréttindabrotin gegn fólkinu sem ekki var sammála kommúnistastjórninni. Ţetta er RÚV mjög til hróss ađ ţađ sýni ţessa frétt, sem er greinilega beint frá grasrótinni og lýsir ástandinu eins og ţađ er, ekki pólitískum áróđursfréttum frá risafréttastofunum í vestrinu.

Vissulega koma svo ađrar fréttir, eins og fréttakonan Marina Ovsyannikova sem hefur veriđ handtekinn fyrir ađ trufla útsendingu í marz međ gagnrýni á stjórnvöld. Fylgir ţađ ţeirri frétt ađ hún hafi ţurft ađ greiđa sekt fyrir verknađinn.

Einnig ađ hún starfi nú fyrir ţýzka fréttablađiđ Die Welt.

Framferđi Rússa og Pútíns gegn Úkraínumönnum er blóđugt og hryllilegt, ţađ er deginum ljósara. Ţó virđist ţađ ljós í myrkrinu ađ Pútín virđist ekki koma eins fram viđ sína ţegna, en Stalín gerđi ţađ, eiginlega, međ fangabúđum og hrćđilegum ađbúnađi og beinum hreinsunum á óćskilegu fólki, sem ekki var honum hlynnt.

Mađurinn međ glóđaraugun og skiltin, Vitaly Tsitsurov vekur upp spurningar um ástandiđ í okkar heimshluta, Vestrinu.

Hvernig móttökur myndi vestrćnn mađur fá međ skilti gegn efnahagsţvingunum Vesturlanda á Rússland? Eđa ef hann vćri međ skilti um ađ hann styddi Úkraínustríđiđ og framferđi Rússa? Yrđi sá hinn sami ekki barinn af almenningi, eđa fáeinum einstaklingum í okkar heimshluta?

Ţađ sem er svo fróđlegt viđ ţetta er hvernig almenningur tekur ađ sér Gestapohlutverkiđ, ađ ofsćkja minnihlutahópa og einstaklinga sem eru ekki eins og fjöldinn, og skiptir ţá litlu hvort stjórnvöldin drepa eđa ekki, í stríđum eđa ekki.

Sýnir mannlegt eđli býsna vel, og ađ viđ ţurfum ekki alltaf einrćđisherra til ađ fremja vođaverk. Fólin búa í okkur sjálfum, hverju og einu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 132958

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband