Um fjölmargar skotárásir sem einkenna nýlegar fréttir

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hefur verið með umfjöllun um þetta alla síðustu viku nokkuð ítarlega og betri en hjá RÚV og Stöð 2. Eins og kemur fram í umfjöllun flestra sérfræðinga er það jaðarsetningin og einangrunin sem eykur líkur á svona árásum - það sem gerendur upplifa sem einelti gegn sér og er það jafnvel, að gerendurnir upplifa sig sem fórnarlömb, enda er vel hægt að vera bæði fórnarlamb og gerandi í senn, kannski er það jafnvel nokkuð algilt.

Segja má að Vesturlönd framleiði þessa ofbeldismenn sem koma margir úr röðum ungra manna með lítinn stuðning vina og kunningja eða tilheyrandi minnihlutahópum. Framleiðslan á svona einstaklingum fer fram með því að búa til hataðar staðalímyndir sem valda einstaklingunum sem falla inní þær ómældum sársauka, og þegar við bætist lélegt uppeldi, eða eitthvað annað lætur eitthvað undan síga.

Annars er það einnig ljóst að þessar skotárásir bera það með sér að ofbeldiskvikmyndaiðnaðurinn frá Bandaríkjunum hefur mikil áhrif. Sú umræða var virkari á árum og áratugum áður að ofbeldiskvikmyndir og tölvuleikir slíkir byggju til unga ofbeldismenn. Sérfræðingar fundu ekki tengsl þar á milli.

Því má segja að það taki langan tíma fyrir menninguna að mettast af svona áhrifum, en nú er menning okkar orðin fullmettuð af þessum neikvæðu Hollywoodáhrifum, og þetta hefði verið óhugsandi áður en allir ólust upp við svona kvikmyndir í stað menningarbætandi bókmennta sem höfðu miklu fjölskrúðugri og uppbyggilegri áhrif þegar á heildina er litið, að öllum líkindum.

Þegar elítan í löndunum ákveður að ofsækja innlenda karlmenn í stað minnihlutahópa sem áður fengu litla vernd, þá gerast þessar hamfarir, að fjölgun verður í hópi innlendra ofbeldismanna sem skjóta í skólum og víðar, drepa og særa, en fækkun verður í hópi útlendinga sem slíkt fremja.

Minnumst þess sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði í Kastljósinu fyrir nokkrum árum, að "nauðsynlegt væri að faðma ungu innflytjendurna", til að minnka líkur á ofbeldisverkum frá þeim, veita þeim kærleika og hlýju. En á sama tíma talaði hún ekki þannig um karlmenn almennt, hvað þá fólk sem er ekki sammála henni í skoðunum.

Eins og sérfræðingar hafa sagt er talið að geðröskun eða geðveiki auki ekki líkurnar á ofbeldisverkum, heldur séu þar aðrir þættir til grundvallar, eins og ofsóknarbrjálæði, vænisýki, sem vaknar vegna óhamingju og félagslegrar einangrunar, að viðkomandi upplifi sig sem fórnarlamb, lagðan í einelti, vinalausan og slíkt.

Það vill bara þannig til að það eru miklir fordómar gegn geðröskun og geðveiki alveg eins og fordómar gegn útlendingum og minnihlutahópum, þótt minnkandi fari gegn ýmsum hópum án efa. Þannig að á meðan ákveðinn minnihlutahópur ýtist upp félagslega fer annar niður, og sá hópur sem mest hefur farið niður félagslega í Metoobyltingunni er ungir karlmenn sem verða útundan í námi, mjög oft vegna geðraskana eða geðveiki.

Ef fjölmiðlar ætla allir að nota einföldu skilgreininguna, að allir afbrotamenn séu geðveikir, þá er verið að búa til svipaðan hóp og gyðingar voru í gegnum aldirnar, sem endaði með Helförinni í seinni heimsstyrjöldinni, en það gyðingahatur var ekki fundið upp þar heldur hafði það grasserað mjög lengi, það þótti sem sagt fínt og í lagi að þessum hópi væri kennt um allt.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson virðist fjalla um þetta af skynsemi og þekkingu, og vonandi á hann eftir að vinna þrekvirki í þessu ráðuneyti eins og því sem hann var í áður, að þessu sinni fyrir félagslega bágstadda Íslendinga.

Hegðunin af þessu tagi er oft endapunktur á langri þrautagöngu og þrautagöngu óæskilegrar hegðunar í langan tíma, eins og sérfræðingarnir segja. Konurnar sem hata karlmenn, femínistarnir, þær eru ekki að bæta ástandið heldur búa til fleiri ofbeldismenn.

Það þýðir lítið að banna byssur og skotvopn. Það er helstefna sem er ríkjandi í okkar menningu og hún versnar bara en lagast ekki.

Umfjöllunin um þessi mál er á ýmsa kanta eins og gengur og gerist, en ef útskúfunarmenningin heldur áfram, slaufunarmenningin og slíkt, þá er augljóst að ofbeldið eykst en minnkar ekki.

Þá verður fullkomið samfélagslegt rof sem endar með borgarastyrjöld, en þessar skotárásir eru eiginlega byrjunin á því samfélagslega rofi, sem er í boði öfgafemínista, sem nóg er af, því miður.

Almennur þroski er ekki alltaf mikill, eða þá að notuð sé menntun í félagsfræði, sálfræði eða öðrum fögum, þegar fólk er blindað af pólitískri rétthugsun, hvort sem hún er nazísk, rasísk, femínísk eða eitthvað annað, stalínísk ef því er að skipta.

Jafnvel má segja að gjáin á milli kvenna og karla sé að breikka á Vesturlöndum og á milli vinstrisinna og hægrisinna. Varla getur það talizt gæfulegt. Hið hörmulega Úkraínustríð endurspeglar þetta nokkuð, og andúð Pútíns á Vesturlöndum hefur verið mögnuð upp með stríði femínista gegn honum og hans stjórn.

Þannig að stríð femínista gegn karlkyninu, kvenkyninu og feðraveldinu hefur orðið orsakavaldur að Úkraínustríðinu og þessum skotárásum án vafa.

Joe Biden virðist mun betri forseti en margir héldu, en samt finnst manni hann eins og gæfur og gamall maður í klónum á miklum hagsmunahópum sem víla ekkert fyrir sér að skíta út dugmikinn forseta eins og Donald Trump, og finna honum allt til foráttu, þótt hann hafi sýnt af sér að vera sannur friðarleiðtogi í viðsjárverðum heimi, þrátt fyrir að vera kjaftfor og ruddalegur á köflum.


mbl.is Skotárásir „risastórt“ samfélagslegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 143
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 968
  • Frá upphafi: 131876

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband