4.7.2022 | 02:27
Það veðraða bákn, ljóð, 26. september 2015.
Þar sem hann þjónaði öðrum af lyst,
þrautsterkum höndum gat lagfært svo margt,
bjó í hans siðfræði sannlega styrkur,
sífrandi móðirin, ofdekrið hart.
Oft er í mannlífi myrkur,
mérgæðzkan, barnaskap hlupum í þyrst.
Höllin enn stendur en herdeildir þó
héðan af munu ekki tapa svo glatt.
Lærdómur ekki kemst inn í þær skeljar,
eiginheims tiginfólk fjarvetna statt.
Uppgötvun eftirá Heljar,
aðeins að krjúpa svo, fyrirheit dró.
Herdeildir hugans og alveröld þín,
heimþráin, minningar efnislauss fengs!
Kastalinn getur ei kennt þessum meira,
kominn er tíminn, þess hataða drengs.
Veröldin vill þangað keyra.
Veiðum svo hvert okkar skynjun næst fín.
Allt verður harðara í brotinni borg.
Blessunin varir ei lengur en tákn.
Satan er andinn en ekki hvað sérðu!
Yndisleg gjöf er það veðraða bákn.
Inn í heim annan þó ferðu,
með öllu sem gerir, og skapar þér sorg.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 87
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 133333
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 578
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.