Ætli Dagur B. Eggertsson sé eina von Samfylkingarinnar um að ná yfir 20% í landsmálunum?

Samfylkingin var stofnuð til að verða flokkur með yfir 20 prósenta fylgi og stofnaður til að útrýma litlum miðjuframboðum og vinstriframboðum. Það hefur ekki tekizt, þvert á móti hefur þeim framboðum fjölgað og flokkarnir eru minni fyrir vikið.

Ef Dagur nær sama árangri sem formaður Samfylkingarinnar og sem borgarstjóri kann að vera að ýmsir flokkar smækki og verði óþarfir sem fiska á svipuðum miðum.

Þrátt fyrir öll þessi framboð gæti fjórflokkurinn lifnað við að nýju. Allir flokkar á Íslandi í dag eru vinstriflokkar eða jafnaðarstefnuflokkar - eða Framsóknarflokkar, eins og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins hefur sagt, að stefna annarra flokka sé orðin svipuð stefnu Framsóknarflokksins.

Ef Samfylkingin nær yfir 20% fylgi má búast við að Viðreisn og Píratar geti farið undir 5 prósentin. Þrátt fyrir muninn á flokkunum snýst þetta um blæbrigði frekar en innihald.

Píratar hafa yfirbragð sakleysis en Viðreisn er kapítalismaútgáfan af Samfylkingunni.

Ef Dagur verður formaður Samfylkingarinnar og nær að byggja brú þarna á milli, til dæmis með góðum ræðum, þá fer fylgi væntalega til Samfylkingarinnar.

Annars gæti þróunin í átt að enn meira smáflokkakerfi haldið áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 133348

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband