Vonbrigði með Einar, starfandi borgarstjóra, svarar ekki náttúruverndarfólki og byrjar að líkjast fyrirrennara sínum mikið, hinum mikla Samfylkingarleiðtoga, Degi B. Eggertssyni.

Orðið uppskafningur er nýtt orð sem ég lærði af bloggara hér, Jóhannesi Ragnarssyni, en það orð lýsir vel Einari Þorsteinssyni, starfandi borgarstjóra, eins og hann er nefndur á RÚV um þessar mundir.

Útlit hans og hegðun minnir óþyrmilega á Dag B. Eggertsson, núna eftir að hann hefur byrjað að vinna með honum, og sérstaklega eftir að hann hefur tekið við sem starfandi borgarstjóri. Einhvernveginn bjóst maður við allt öðru af honum, fyrst hann var sjálfstæðismaður á yngri árum.

Síðan finnst mér þessi lýsing á honum festast enn meira í sessi þegar maður les svona fréttir eins og þessa sem vísað er í, þar sem Einar sem starfandi borgarstjóri í Reykjavík svarar ekki póstum frá Náttúruvinum Reykjavíkur og Vinum Vatnsendahvarfs.

Kolbrún Baldursdóttir og Flokkur fólksins eru nefnd í þessu sambandi, en hún hefur gagnrýnt málið, lagningu Arnarnesvegar um náttúruperlu.

Gísli Marteinn hækkar í áliti hjá mér eftir góða Twitterfærslu um þetta, þar sem hann er greinilega umhverfisverndarsinni, en í þáttunum hans á RÚV hefur maður efazt um að hann hafi verið einlægur í þeirri afstöðu. Hann virðist einlægur núna með þetta mál, sem er gott.

Þetta skýtur skökku við. Framsókn hefur gefið sig út fyrir að vera náttúruverndarflokkur, og litur flokksins er grænn.

Nei, snemma kemur það í ljós að Framsókn er aðeins skuggi Samfylkingarinnar og Einar er skuggi Dags, samkvæmt þessu, eins og spáð hafði verið af mörgum, ef þeir tækju sig saman, ef Einar færi ekki með Sjálfstæðisflokknum í stjórn í staðinn. Sá sem reisir upp Dag B. Eggertsson í þriðja sinn eftir fylgishrun og höfnun lendir óhjákvæmilega í þessu, að verða leiksoppur fyrri stjórnarhátta, hefðanna sem hafa skapazt.

Nei, nú þarf að mana Einar til að slíta þessu og stokka spilin upp á nýtt, mynda hægristjórn í borginni, sem er orðin langþráð og tímabær.


mbl.is Segir Framsókn hafa svikið kosningaloforð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 106
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 129905

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 606
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband