26.6.2022 | 21:06
Hver er ástæðan fyrir voðaverkum og fjölgun þeirra?
Í fréttum um helgina kom fram þetta sem fólk hefur tilfinningu fyrir, að skotárásum hafi fjölgað á Íslandi. Það er mjög eftirtektarvert að sama orðalagið er notað ár eftir ár... "þurfum að fylgjast með þróuninni vel", eða "höfum áhyggjur af þróuninni í þessum málum", eitthvað slíkt.
Sem sagt á mannamáli: Þeir sem ættu að geta eitthvað til að sporna gegn þessu viðurkenna að hafa engin tök á ástandinu eða þróuninni. Það segir býsna margt um það að aðferðafræðin sé ekki að virka.
Einnig kom fram í fréttum um helgina að almennt eru skotárásir og önnur voðaverk að verða algengari í öðrum löndum. Vel má tengja skotárásina í Noregi við þetta allt.
Er það ekki nokkuð ljóst að fjölmenningarstefnan hefur breytt þjóðfélaginu hér á landi? Jafnvel þótt árásarmaðurinn í Noregi sé frá Íran og með tengsl við múslimska öfgamenn er ég ekki viss um að múslimar séu verri en kristnir menn almennt, en hitt finnst mér alveg ljóst að það er ekki sniðugt að telja að samfélög margra hópa gangi upp. Einsleit samfélög eru friðsamari, eins og Ísland var. Það ætti því að vera dyggð að vilja halda Íslandi einsleitnu og friðsömu, og það er rökvís stefna, eins og Frelsisflokkurinn hefur á stefnuskrá, til dæmis.
Það þýðir ekki að yppta bara öxlum og neita að taka afstöðu. Ábyrgir stjórnmálamenn eiga að vera kosnir, ekki óábyrgir lýðskrumarar.
Ekki þýðir heldur að skella skuldinni á vopnaeign almennt. Ekki þýðir heldur að skella skuldinni á geðveika, eða innflytjendur, heldur er ástæðan aukin spenna af ýmsum ástæðum, og uppúr sýður þannig að viðkvæmir einstaklingar fara yfir strikið, af erlendum eða innlendum uppruna.
Almennt séð tel ég það mjög skynsamlega stefnu sem Frelsisflokkurinn er með og Íslenzka þjóðfylkingin. Það er mjög óréttlátt að tengja þessa flokka við öfga, sem er ekki málið.
Taka þurfi fjölgun skotárása mjög alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 18
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 133097
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.