Flækjuendir til handa þeim, ljóð frá 15. maí 2022.

Þegar hætt er, hitt er ljóst

heldur fátt um varnir.

Eftir vanda sífellt sóttzt,

suða valdagjarnir.

Aðeins fyrir auðmagnsstétt,

aðrir klakann bíta.

Flæktu allt með fésið grett,

fjarlægt ráð má líta.

 

Græða þjófar þitt svo fé,

þessi börn fá stöður.

Á illskuverkum aldrei hlé,

áfram streyma vöður.

Þögn nú kýs ég, hirtu heim,

hann er alveg dauður.

Ræflar vilja þóknast þeim,

því er andinn snauður.

 

Yfirstéttir eignast tól,

aðrir mola þiggja.

Náðardrottinn fauti og fól,

fallin nytsöm bryggja.

Afturfarir allsstaðar,

ekkert rétt hvað sagt er.

Bölvað ráðið bogið þar

beint til Heljar lagt er.

 

Stingdu þróun þinn í gump,

þrælar minna vita.

Illa ferð með stapa og stump,

starfið bakhliðslita.

Uppreisn gera ættum nú,

ekki fyrir böðla.

Rotin orðin ríkistrú,

ríktu ei fyrir vöðla.

 

Valdið þitt er bláa barn,

bara ef viltu skilja,

hætta að vera Heljarskarn,

Hrungni til að ylja.

Sjálf þitt horfið, viljinn vék,

víst það brot gegn anda.

Áður gleðin um þig lék,

allt nú fullt af vanda.

 

Gerðu ungan gamlan mann!

Gefst upp heldur, fellur?

Setur aldrei böl í bann,

Baldurs lúður gellur.

Sáttur þegar ferst það flest,

firn af púkum kveljast.

Seint þó mun ég sættast, rest,

syndakostir veljast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 125410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband