Ég hitti Jón Ársæl 2020, þegar við biðum í röð í kófinu eftir að verða hleypt inní Góða hirðinn. Þá spurði ég hann hvort hann vildi ekki fjalla um það einstaka sem afi bjó til í þætti hjá sér, tala við eftirlifendur afa, Agnar son hans og okkur hin, sem hefðum getað sagt frá verkfræðilegum afrekum afa sem voru einstök, eins og að breyta benzínvél í díselvél árið 1961, og að búa til kappaskurðavélina risastóru um sama leyti, 1960, eða allar sérsmíðuðu vélarnar sem hann bjó til.
Hann spurði hvenær afi hafi dáið, og ég sagði honum það, 2015. Mér skildist á honum að ekki væru þættir í framleiðslu einmitt um það leyti hjá honum, en hann sýndi þessu vissulega áhuga, en fannst það verra að afi sjálfur væri fallinn frá, maðurinn sem áhugaverðast væri að gera svona þátt um. Ég sagði honum að til stæði að rífa húsið og verkstæðið þannig að tækifærið gengi úr greipum. En ég vissi svo sem ekki að hann væri í þessum dómsmálum út af Paradísarheimti og skorts á samþykki konu vegna þess sem kom fram í þeim þætti, þeim nýju þáttum sem voru sýndir eftir hann, og hann var ekki að tala um það í þessu spjalli okkar í biðröðinni. Það hefur verið eitt af því sem hindraði að úr þessu gat orðið.
Já, Agnar sonur hans afa hefði gefið fullt samþykki fyrir viðtali eins og við hin, en afi sjálfur vildi hins vegar ekkert með fjölmiðlamenn hafa, og því voru ekki tekin stór viðtöl við hann á meðan hann var á lífi, en þessi afstaða afa er eitt af því sem ég vil fjalla um í þessum pistli, hann var merkilegur heimspekingur og sérstakur að þessu leyti.
Það er sjaldgæft að vilja ekki fá athygli eða aðdáun, en svona var vissulega afi, og þetta var óhagganleg ákvörðun hjá honum, og hann minnti á heimsfrægar poppstjörnur að þessu leytinu til, sem neita blaðaviðtölum, en þannig hefur til dæmis Bob Dylan hagað sér um áratugaskeið, aðeins veitt blaðaviðtöl og önnur fjölmiðlaviðtöl einstaka sinnum þegar honum hentar, eins og þegar hann gefur út plötur og diska, og þá einungis fáeinum sem hann samþykkir.
Ég reyndar skildi aldrei þessi viðbrögð hans, en ég held að þetta hafi verið hógværð svona mikil að óvenjuleg getur talizt, byggð á kristilegu viðhorfi, að maður eigi aldrei að þiggja neina athygli sem mikil getur talizt.
Undantekningarnar voru blaðamenn sem hann hitti þar sem hann lagði bílnum á bílastæðum fyrir framan banka, sparisjóði, verzlanir og annað slíkt. Þeir tóku myndir af bílnum stundum í óleyfi og tóku smáviðtöl við hann, og þá talaði hann við þá af kurteisi, og nokkrar slíkar myndir birtust og smáviðtöl, en amma klippti það út og safnaði því saman. Afa hefði þó aldrei dottið í hug að fara í dómsmál, því það var eins fjarri honum og að veita stór viðtöl út af sínum afrekum í að smíða hluti. Hann var of mikill friðsemdarmaður til þess, en hann fussaði og sveiaði yfir athyglinni og að þannig var verið að plata hann til að segja frá sjálfum sér í fjölmiðlum.
Hversu mikið er til af hógværum mönnum eins og afa nú til dags? Þeir voru sennilega nokkuð margir á hans æviskeiði, en þessi hógværð er orðin sorglega sjaldgæf nú til dags.
Afi var heimspekingur ásamt öðru, maður áttaði sig ekki á því fyrr en eftir á. En það hafa hinsvegar aðrir verkfræðingar sagt og vélvirkjar að það geti verið að enginn í heiminum hafi breytt benzínvél í díselvél eins og hann gerði á sínum tíma, og notaði í Oldsmobílnum frá 1962 til 1967. Að hann skyldi vinna þetta afrek við lélegar aðstæður gerir þetta enn sérstakara.
Jón Ársæll og RÚV sýknuð í máli vegna Paradísarheimtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 18
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 133097
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.