Hvenær verða öll þýdd ljóð Steingríms Thorsteinssonar endurútgefin?

Af öllum þeim þjóðskáldum sem Ísland á finnst mér Steingrímur Thorsteinsson hafa nokkra sérstöðu. Hann er talinn mitt á milli nýrómantíkurinnar og klassísku stefnunnar og er það sennilega rétt flokkun á skáldskap hans.

Sígilda stefnan eða fornfræðistefnan spratt beint uppúr Endurreisninni, en það sem einkennir hana er vandvirknin í vinnubrögðum, og ekki eins mikil tilfinningasemi og í rómantísku stefnunni, eða þeim liststefnum sem komu á eftir og boðuðu upplausn og uppreisn, óreiðu í formi og óhefta tjáningu hinna einföldu tilfinninga.

Bjarni Thorarensen finnst mér einnig bera einkenni fornfræðistefnunnar og yrkja margt vel.

En þótt Steingrímur Thorsteinsson hafi verið prýðilegt skáld liggur ekki svo mikið eftir hann, af frumsömdu efni. Engu að síður eru þau verk dýrmæt og sérstök.

Hinsvegar finnst mér þýddu ljóðin hans einstaklega góð, og get ég varla hrósað þeim nægilega. Það er þetta sem ég vil fá á prent.

Þegar ég var unglingur gerði ég tónlist við mörg ljóða hans en þýðingar kannski helzt. Ég held að ég hafi lært mikið af því hvernig hann setti saman verk sín. Hann fyrnti mál sitt mikið, var ósmeykur við að nota fornar beygingar, gömul orð, gamalt skáldamál og slíkt. Þetta gerði hann svo smekklega að beztu ljóð hans virka tímalaus, og ljóðaþýðingar hans.

Tvær litlar en efnisríkar bækur komu út með ljóðaþýðingum hans í upphafi 20. aldarinnar, löngu ófáanlegar. Mig minnir að í formálanum hafi verið sagt frá því að þó hafi eitthvað verið óprentað til.

Nokkrum sinnum hafa komið út söfn þar sem hans helztu ljóð eru og þá aðallega eigin verk. En því miður er gríðarlega miklu sleppt í þeim bókum. Ég held að aldrei hafi heildarsafn þýðinga hans og frumsaminna verka komið út. Ég hef lengi beðið eftir þessu, en áhuginn á þessum forna og vandaða kveðskap er ekki í hámarki í nútímanum, þar sem allt hið nýja er fyrirferðarmeira. En með því að miða við svona snillinga lærir maður og vandar verk sín.

Þessir menningarfjársjóðir liggja hjá ættingjum eða í söfnum, og ættu útgefendur virkilega að taka sig á í þessum efnum. Til þess að listir og menning dafni vel þarf að huga að stórskáldunum.

Lórelei eftir Heinrich Heine er dæmi um gjörsamlega snilldarþýðingu eftir Steingrím Thorsteinsson. Létt og leikandi, auðvelt mál, en gríðarlega meitlað og myndþrungið, dulúðugt og fullt af fornum goðsögnum.

Eitt sinn var þetta lag sungið af landsmönnum öllum, en þennan arf þarf að endurvekja, rifja upp þennan evrópska arf, en kvæði byggð á svona goðsögnum eru þekkt víða um Evrópu, en hverfast mjög í kringum Þýzkaland,  rétt eins og Grimms ævintýrin, sem eru af sama tagi.

Steingrímur Thorsteinsson var þannig skáld að það er nauðsynlegt að lesa allt sem hann lét eftir sig, því jafnvel þar sem yrkisefnið er hversdagslegt kemur hann á óvart og kennir manni með fornu og snjöllu orðalagi, knöppu og hnitmiðuðu.

Þessvegna er ekki nóg að þekkja Öxar við ána eða Svanasöng á heiði. Sem mikilvirkur kennari og fræðimaður auðgaði hann verk sín og þýðingar með ýmsu áhugaverðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 68
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 129867

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 573
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband