Hrungnir hrín, ljóð frá 22. maí 2022.

Niðar flóðið neðri tíma,

nýtist einum félagsgildi.

Áttu saman eitthvað tvö,

allt það virðist búið.

Viðkvæmt strá og varhygð grimm,

veidd af hveli flestra.

Stödd í stríði vestra.

Strax hver viljagríma.

Þannig koma syndug sjö

og sýna hvað einn vildi.

Þarf við klær hinn góði að glíma,

að geta dafnað snúið.

Mikla veran mun því híma...

myrkvast veröld dimm.

 

Hrædd er unga hindin barða,

hefur þolað valdsins lygar.

Ástin bönnuð, ekkert gott

er í boði lengur.

Í kerfum þeirra Hrungnir hrín,

hefur tök á mönnum.

Rís ei rétt gegn bönnum.

Rekst í mánann skarða.

Löngun fer svo loks á brott,

leiddir þaðan stigar.

Aldrei trúin, aðeins varða

ekki maður, drengur.

Grætur blekkt hin bljúga, marða

bjánans sigur skín.

 

Spyr sig: Er það vert að vona?

Verður hitt ei mengað líka?

Eitruð leyfð er ástin þó,

eins og göngin lokast.

Andinn svífur einnig frá,

óskir munu ei rætast.

Kvaldir púkar kætast.

Kælist veröld svona?

Þokast burt hin þráða ró,

þekking milli tíka?

Hann er milli máttarkvona,

megind burtu þokast.

Ekki er reglan alheimssona,

eins og dýrin sjá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 71
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 129870

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 575
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband