Hið mikla menningarefni:"Vikan á Instagram" og álíka snilld.

Fókus í DV er með fastan lið á mánudögum sem heitir "Vikan á Instagram", þar sem farið er yfir heitustu beibin af báðum kynjum og myndefni af þeim. Greinilegt að þessi mikla menning er að rata inn á fleiri fjölmiðla.

Eitt eru þó DV snillingarnir með sem vantar á Morgunblaðið, en það er fréttamann eins og Kristján Kristjánsson á DV, sem er margra manna maki. Hann kemur með geimverufréttir, fréttir af fræga fólkinu, samsærisfréttir, hneykslisfréttir, glæpafréttir, eða sem sagt hefur nef fyrir öllu sem er öðruvísi og framandi, og les gulu pressuna erlendis greinilega grimmt.

Sumar fréttir Kristjáns fá skammir í kommentakerfunum, þar sem þær eru taldar jaðra við persónuníð, ófréttnæmar, slúður og utanvið allt mögulegt. Þó fær hann jafn oft gott hrós fyrir að vekja athygli á einhverju, eins og nýjustu tækni og vísindum sem aðrir fjalla ekki um.

Ég er aðdáandi fréttanna hans Kristjáns á DV. Gullkornin hans eru það mörg og góð að þau vega það upp þótt drasl sé innanum.

En þessar Instagramfréttir á DV fá nú sinn skammt af skömmum í kommentakerfum einnig. Hér eru nýlegar athugasemdir lesenda um "Vikuna á Instagram" í DV: (Glysheimsstjörnufréttir).

Guðni Stark:

"Er þetta eina fólkið sem býr á Íslandi? Alltaf sömu lummurnar, gömlu krumpuðu lummurnar. Er ekki hægt að fá pönnukökur eða Djöflatertu...?"

Hilmar Sigvaldason:

"Auðvitað má maður ekki missa af þessu. Ég skrapp nú í Húsasmiðjuna um daginn og ekki var verið að fjalla um það!"

En að öllu gamni slepptu. Þessar miklu glysfréttir nú til dags minna á stemmninguna sem var 2007. Þá voru útrásarvíkingarnir svona glyshetjur sem alltaf var verið að fjalla um á jákvæðan hátt. Það er einhver hrunbragur á þessu öllu.


mbl.is Instagram: Bjarni í prímaloft meðan landsmenn kveiktu í kortunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eitt gleymdist. Samkvæmt því sem nú er talið rétt er að segja "af öllum kynjum", en oft er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja í þessu efni.

Ingólfur Sigurðsson, 13.6.2022 kl. 15:20

2 Smámynd: Loncexter

Eg hélt lengi vel að klámvæðing væri ólögleg og bönnuð á Íslandi. Allar þessar instagramstjörnur og áhrifavaldar ásamt D.V (dóna-veitan) pumpa um kynáhuga landsmanna dag og nótt, og leiða fleiri og fleiri í átt að naugðunum og endalausu klámáhorfi. 

Einnig pumpa flestir fjölmiðlar upp áhuga fólks á samkynhneigð og allrahanda fjölkynhneigð.

Á ættarmótum framtíðarinnar þarf hámenntaða sérfræðinga til að gera fólki kleyft að skilja hver er undan hverjum, og hver á ættir að rekja til sæðisbanka í Denmark eða Sweden.

Endalok íslenskrar menningu og sjálfstæðis er því miður skammt undan ef engin fer að berja í borðið, og segja ,,HINGAÐ OG EKKI LENGRA"

Loncexter, 13.6.2022 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 102
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 786
  • Frá upphafi: 129901

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 602
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband