11.6.2022 | 00:39
Landbúnaður í kreppu
Það er hörmulegt hvernig staða sauðfjárbúskapar er í landinu, og óneitanlega er það samkeppnin við hina stóru aðila erlendis sem hlýtur að vega þungt. ESB frekjast framyfir á svo mörgum sviðum. Um leið verður allt einsleitara, með slíkum samræmdum einingum. Eitt sinn voru bændur ímynd sjálfstæðisins, þegar lifað var á landinu einu saman. Nú er það áburður, fóður og annað innflutt sem skekkir þá mynd.
Miðflokksmenn hafa verið duglegir að halda því fram að landbúnaður sé nauðsynlegur til að sporna gegn ófyrirsjáanlegum atburðum erlendis sem geta ógnað fæðuöryggi þjóðarinnar. Auðvitað er þetta mikilvægur sannleikur, sem hinir flokkarnir þurfa að tileinka sér meira.
Hinar hagkvæmu risaeiningar ESB og stórra bandalaga annarra, þar sem dýr eru jafnvel ekki vel meðhöndluð ógna sjálfstæðum og þjóðlegum landbúnaði víða í heiminum. Gæðaeftirlit er þannig að þótt það sé gott á einum tíma getur því hnignað á ótrúlega skömmum tíma, rétt eins og okkar tungumál er að deyja út, og hreinleiki þess minnkar stöðugt, vegna metnaðarleysis og skorts á aga, þessari hörku sem fylgdi þjóðernishyggjunni á 20. öldinni, og gerði engar tilslakanir, en krafðist árangurs.
Þannig getur gæðaeftirlit matvæla einnig skyndilega orðið lélegt, og dæmin þekkjast um aukaefni sem hafa sloppið framhjá gæðaeftirlitsstofnunum, og fréttir um það komið til Íslands, eða verið hluti af okkar markaði.
Það má almennt segja það að kommúnismi leiði til stöðnunar. Auðvitað er ESB-isminn kommúnismi af ákveðinni tegund, því alger samhæfing og yfirstjórn eins og þessi minnir mjög á rússnesk samyrkjubú og kínversk.
Ennþá er það svo að hið lága verð stóru eininganna heldur öðrum niðri. Þó eru vísbendingar um að hugsanlega stærri hópur vilji sérhannaðar vörur, einsog náttúrulega framleiðslu.
En Úkraínustríðið virkar þannig að fólk leitar í ódýru vörumerkin, því þetta hefur áhrif á verðlag. Á sama tíma hækkar áburður og fóður.
Venjulegt alþýðufólk er í klónum á risum, sem þarf að fella. Það er ekki aðeins á einu sviði heldur öllum sviðum sem þetta er þannig.
Af hverju vex ekki upp sjálfstæðishreyfing fólks á Íslandi sem segir sig úr lögum við allt sem er hluti af umheiminum og lifir af landsins gæðum? Eða er eitthvað sem hindrar það?
Peningar eru undirrót öfundar og neikvæðra tilfinninga. Við erum föst í viðjum margskonar vítahringa vegna gróðahyggjunnar og markaðshyggjunnar sem við losnum ekki útúr.
Forsendur sauðfjárbúskapar brostnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 70
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 770
- Frá upphafi: 133316
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 562
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.