Sömu viðbrögðin, að benda á hina

Ég er sammála Bjarna Benediktssyni, að aukið fjármagn leysi ekki öll vandamál. Í þessari stöðu hlýtur þó að vera að það sé ein af stóru lausnunum. Þetta vandamál væri hægt að leysa með því að opna fleiri útibú spítalans og fleiri bráðmóttökur, þurfa ekki að vera ný hús, bara nothæf, bjóða hærri laun og betri aðbúnað.

Margir hafa bent á kostnað við að láta undan hælisleitendagrátendum, og að það fólk krefjist þess að Ísland sé umburðarlyndara en önnur lönd - þvert á skynsamt meðalhóf. Síðan telja hægrimenn, Vigdís Hauksdóttir ekki sízt að vinstristjórnir Dags B. Eggertssonar og Loga Einarssonar, sem gagnrýnir Bjarna, séu sóunarstjórnir á fé, og rökstyðja það.

Ríkisbáknið þenst alltaf út. Bjarni er orðinn meðvirkur jafnaðarmannaflokkum og vinstriflokkum, er það ekki vandamálið? Eilíflega er deilt um hvernig eigi að útdeila skattfénu, en það er ömurlegt óréttlæti að spítalar séu vantfjármagnaðir.

Hugarfar kynslóðanna hefur breyzt. Nú vill fólk fá sem hæst laun fyrir sem minnsta vinnu. Í tíð afa og ömmu þótti það dyggð að vinna sem mest fyrir lág laun, eða að sýna dugnað og náungakærleika ókeypis, að minnsta kosti. Allt er þetta hluti af vandanum. Á meðan börnunum er kennt að þau eigi að sigra heiminn en ekki vera auðmjúk stefnir þetta allt í sömu áttina, deilur og átök.

Svo er það sérfræðimenntunin. Margir leggja á sig langt háskólanám til að fá sérfræðimenntun í fögum sem krefjast þess að fólk vinni utanlands, eða um það bil. Kannski eru tiltölulega fáir sem eiga sér þann draum heitastan að strita í yfirfullri Bráðamótttökunni á Landspítalanum.

Mönnunarvandinn leysist kannski ekki fyrr en húsnæðin verða fleiri eða stærri, fyrst allir flykkjast á mölina og Reykjavík stækkar sem aldrei fyrr.

Fjármálaráðherra er stór hluti af vandamálinu, heilbrigðisráðherrar og aðrir valdhafar ekki síður. Þetta fólk vinnur ekki nógu vel saman, heldur sendir skeyti sem þessi, "ekki benda á mig"...

Sjáum nú hvernig Framsóknarmenn vinna í lausnum. Einar sem kemur ferskur inní borgarstjórn Reykjavíkur lofar strax að útvega nýtt húsnæði fyrir fólk.

Er kannski ástæðan fyrir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins að Bjarni lofar ekki stærri eða fleiri rýmum fyrir Bráðamóttökuna eða hærri launum en bendir á heilbrigðisráðherra?

 


mbl.is Aukið fjármagn leysir ekki öll vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 133348

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband