4.6.2022 | 04:50
Meðvirk, eitruð hræsni á haug, ljóð frá 17. maí 1991.
Ef þær standa saman sínum rústum í,
sundurkramin veröld, hún er ekkert nema skraut.
Allt er dautt svo endalokin gleðja þig,
aðeins refsing, horfin senn á braut.
Brennur allt á endastöð,
aðeins þekkir stúlkan kvöð.
Heldur harmaþreytt,
hlekki getur veitt.
Farðu svo í systravídd á ný,
sæmileikinn hvarf og meiðir stig.
Stolt í grunnri hyggju eins og tómið týnt,
tættu það á rangri leið og fjallið hverfur þér.
Hef ég kvatt það, hefðin minna lokaskar?
Hún er blekking, gufa, loks þitt sér.
Þjáning kennir, virðing vís.
Votlend eyða, þróun frýs.
Ekki elska á ný,
aðeins svað og dý.
Það var fyrir bræðrum snemma brýnt,
brotnar núna vonin, ending, svar.
Mundu að orðin minni reynast, felur það;
mikil blekking hennar, föst í klefa er djöfla skóp.
Rangt af mér að elska og vilja hennar heim,
heldur lágmark, verð að þola gróp.
Meðvirk, eitruð hræsni á haug,
horfir tíminn þann á draug.
Guð einn gefur svar,
gat hann rætt við þar.
Allt er núna þoka, brotið blað,
bregðast jafnvel sigrar, vinir þeim.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 132
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 816
- Frá upphafi: 129931
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 628
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.