Vandaður skáldskapur er mikilvægur meðal þjóðlagasöngvara

Eitt það skemmtilegasta við sum dægurlög eftir Bob Dylan er hversu dulræn þau eru og margræð. Sagt er að þannig sé góður skáldskapur einnig. Maður getur ekki alltaf ort þannig, en stundum, og það er gott þegar það tekst. Annars eru dægurlög margvísleg, og ekki allir verða frægir fyrir torræða og skáldlega texta eins og Bob Dylan. En þetta er eins og með ljóðstafina íslenzku, það er betra að kunna þá ef maður er að fást við þetta.

Það er ekki hægt að búast við frægð ef maður er í tónlist. Það skiptir svo sem ekki öllu máli því margir eru um hituna. Það er samt draumur allra að lifa af tónlistinni, sem fást við hana.

Ég held upp á Bob Dylan aðallega vegna þess að hann er meistari vandaðra dægurlaga, þótt lögin hans séu ekki öll jafngóð. Bítlarnir voru betri en hann í að gera laglínur, en fáir jafnast á við Bob Dylan þegar kemur að textagerð, og það er ekki umdeilt.

Sum lög Dylans eru bæði góðar laglínur og góðir textar, eins og tildæmis allt á plötunni "Blood On The Tracks" frá 1975 eða "Blonde On Blonde" frá 1966. Það er gott að vilja ná slíkum árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 133247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband