31.5.2022 | 04:45
Menning sem er búin að vera
Ýmsir halda því fram að kreppa sér í vændum í heiminum verri en kreppan á fjórða áratug síðustu aldar. Átök Rússa og Úkraínumanna eru staðbundin átök sem eiga sér langa sögu. Ásakanir um grimmd og fólskuverk beggja aðila er erfitt að sanna. Ljóst er að stríðið hefur kostað skelfilega mörg mannslíf, þjáningu og eyðileggingu. Þetta er þó áróðursstríð kannski aðallega, að Vesturlönd vilja halda andlitinu eftir kófið, lokanir og umdeildar aðgerðir, og láta heimsbyggðina eignast óvin í Pútín.
Pútín er óvæginn og það ætti að sýna öllum fram á að hótanir hans um kjarnorkustríð eða notkun sýklavopna eða efnavopna ber að taka alvarlega.
Vesturlönd græða ekkert á því að berjast gegn Rússum, óbeint eða beint. Þau græða á viðskiptum við Rússa.
Öll þau vopn sem send hafa verið til Úkraínu hafa lengt stríðið, dregið það á langinn og kostað fleiri mannslíf. Flestir deyja í stríðum sem dragast á langinn.
Viðbrögð Rússa við fýsn Svía og Rússa í að ganga í NATÓ ætti að segja fólki að það er ekki eins mikil hætta á að Rússar séu á leiðinni í landvinningastríð án enda, eins og gerðist í seinni heimsstyrjöldinni.
Hvernig er hægt að byggja efnahagsþvinganir og jafnvel stríðsrekstur á siðferðisboðskap, þegar það er vitað að Evrópulöndin og Bandaríkin eiga sér sögu grimmdar og styrjalda sömuleiðis?
Vestræn menning er hrunin, grundvöllur fjölmenningarinnar er lygi, og grundvöllur jafnaðarstefnunnar einnig, eins og grundvöllur flestra lagasetninga síðastliðin ár og áratugi. Guðs réttlæti er ekki mannanna. Jafnréttisfasisminn er tekinn við.
Það merkir að við erum á sömu vegferð og Sovétríkin voru á þegar hrumir öldungar voru þar teknir við. Jú, þeir héldu heljargreipum á fólkinu, en að lokum féllu Sovétríkin engu að síður.
Loka á um 90% af innflutningi á olíu frá Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 783
- Frá upphafi: 129955
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Fýsn Svía og Finna passar vel við, því það er ekkert raunsæi þar á ferð.
Guðjón E. Hreinberg, 31.5.2022 kl. 06:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.