Er heimspressan að taka Trump í sátt? Er hann hættur að ógna? Það væri óskandi.

Sá merkilegi og hróssverði atburður varð að í vikunni var RÚV með Trump-frétt sem var bara nokkuð jákvæð, eða hlutlaus í hans garð. Ekki veit ég hvort þetta er fyrsta slíka fréttin, þar sem hann fær að tjá sig án þess að fjallað sé um "skammarstrik" hans, komin beint úr vinstripressunni erlendis, en manni finnst þetta mikill framfaravottur, því meira hefur borið á að fjallað sé um "skammarstrik" hans - (eitthvað sem vinstrimönnum finnst hneykslanlegt).

Fréttin fjallaði um hans skoðun á voðaverkunum í Bandaríkjunum, og að skólayfirvöld ættu að vígbúast í staðinn fyrir að byssur verði bannaðar.

Það er auðvitað erfitt að bakka útúr byssueignarmenningu einsog ríkir í Bandaríkjunum. Þetta snýst ekki bara um gróða vopnaframleiðandanna, heldur sjálfsmynd og hefðir.

En báðir forsetarnir hafa nokkuð til síns máls. Hvorki mun þó bann á byssum né vopnuð skólayfirvöld leysa þetta skelfilega vandamál endanlega, heldur einhverskonar rannsókn á óhamingjunni sem knýr voðaverkin áfram.

Svo ætla ég að vona að í kjölfar þess að heimspressan sjái fleiri en neikvæðar hliðar á Trump að hún fari að sýna jákvæðari hliðar á Rússum og Pútín. Ég tel að það sé frekar spor í friðaráttina en neikvæðnin öll.


mbl.is Trump hafi sagst íhuga að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er marg búið að reka ofan í lið Biden það sem Trump vildi gera og benti á,sem er viðurkennt rétt hja honum í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2022 kl. 19:21

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir góða athugasemd Helga. Já, það er rétt, og nú er Biden smám saman farinn að taka upp málflutning Trumps. Betra hefði þó verið að fá orginalinn aftur við völd, Trump sjálfan en ekki Biden. Enda segja margir að kosningaúrslitunum hafi verið hagrætt. Ætli það sé ekki málið?

Ingólfur Sigurðsson, 31.5.2022 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 87
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 787
  • Frá upphafi: 133333

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband