Mikil eða lítil gæði er rétt mál - ekki góð eða vond gæði, sem er óþörf tvítekning á sama orðstofni.

Það er nú svo með málvillurnar, að flestar heyrast þær bara einu sinni. Fólk leiðréttir sig sjálfkrafa í flestum tilfellum, að því gefnu að málumhverfið sé gott. Sumar villur eru þó endurteknar af mörgum og vert að benda á þær. Of oft heyrir maður núorðið talað um "góð gæði". Auðvitað er hið rétta mikil gæði, ekki góð gæði. Þessi villa er orðin nokkuð föst í málinu, maður sér þetta í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og víðar, og svona er fólk að tala einnig, að tala um góð gæði en ekki mikil gæði. Athugum það góðir Íslendingar að orðið gæði felur í sér það sem gott er, og því algjör óþarfi eða rangt hreinlega að tala um góð gæði, annaðhvort er um að ræða mikil eða lítil gæði, svo einfalt er nú það.

Þegar ég fermdist fékk ég Crown hljómflutningstæki eins og margir jafnaldra minna. Ég samdi um leið lagið "Græjur", sem er frá 1984, og þar kom fram þessi villa í viðlaginu, ég söng um "góð gæði". Ingvar frændi leiðrétti mig og breytti ég textanum og hef ég eftir það forðast þessa villu.

Ég tók leiðréttingum hans vel og mér fannst það heiður að hafa kennara sem var slíkur snillingur í íslenzku og mörgum öðrum fögum.

Hvernig verður hægt að leiðrétta verri villur hjá fólki, sem verða rótgrónar, eins og beygingavillur, stafsetningavillur eða annað, ef svona einföld og auðveld atriði fara forgörðum, augljós atriði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður eins og svo oft áður Ingólfur. Góð gæði er álíka augljós málvilla í íslensku og ef talað væri um íslenska íslendinga, það yrði meir að segja seint talin góð latína.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2022 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 63
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 843
  • Frá upphafi: 130015

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 639
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband