Ekkert breytist eftir kosningar, nema spillingin eykst

Ræðurnar þar sem öllu fögru er lofað koma nú á færibandi, eftir kosningar, og eins og venjulega veit maður að áhugi þeirra sem taka við völdum er aðallega á eigin auð og völdum, hitt er aukaatriði eins og venjulega, sem sagt lygar og blekkingar á færibandi, sannleikanum afneitað sem er augljós, eins og hvernig klækjastjórnmál eru stunduð.

Jafnvel finnst manni trúverðugleikinn minni en áður. Það er ekkert umbótaafl komið til valda á landsvísu, við sjáum eflingu vinstriaflanna og Framsóknarflokksins, sem er hluti af sama gamla vítahringnum, fyrst til hægri, svo til vinstri og svo áfram í stöðnunina með Framsókn.

Hvergi er Frelsisflokkurinn kominn til valda eða Íslenzka þjóðfylkingin, Miðflokkurinn hefur á fáum stöðum styrkt sig, en situr uppi með þá skömm í Reykjavík og víðar að vera gamaldags og úreltur kapítalistaflokkur víðast hvar, ranglega að vísu.

Flokkur fólksins er hundzaður, því miður, en er hann þó umbótaafl, sem fer ekki í venjuleg fótspor vinstriflokkanna eða jafnaðastefnuflokkanna. Vinir Kópavogs unnu stórsigur, og sá flokkur er hundzaður, en loforð koma frá meirihlutanum um það sem sennilega aldrei verður gert, að taka tillit til þeirra vilja og stefnumála. Nei, áfram halda ofbeldisstjórnmálin, að kýla Borgarlínuna ofaní fólk hvort sem það vill hana eða ekki.

Í gær voru tvær fréttir mjög áberandi í fréttum á RÚV og Stöð 2, annarsvegar skotárásin sorglega í Bandaríkjunum, nemendur og kennarar drepnir af skotglöðum pilti af mexíkóskum uppruna, samkvæmt nafninu, og svo fréttin um óhamingju hinseginunglinganna hér á Íslandi vegna eineltis jafnaldranna.

RÚV leggur áherzlu á það sem Demókratar halda fram, að byssueignin sé ástæðan fyrir skotárásunum og drápunum í bandarískum skólum. Nei, auðvitað er þetta flóknara mál.

Ég veit að Repúblikanar halda fram kristilegum gildum, og einmitt þar má staldra við.

Já, kristileg gildi sem nú eru allsstaðar á undanhaldi.

Um miðja síðustu öld og langt fram undir aldamótin 2000 þekktust ekki svona vandamál, skotárásir í skólum og hinseginunglingar sem fyllast af óhamingju.

Ég held að kristileg gildi séu einmitt lausnin, hvernig vinda megi ofanaf þeim ógöngum sem okkar þjóðfélag er komið í.

Kynáttunarvandinn er heimatilbúinn vandi, hann er ekki meðfæddur mannskepnunni, miðað við hversu nýtilkomin þessi umræða er, og var bara allsekki til fyrr á öldum. Það er hinsvegar eðlilegt að þegar kynhvötin vaknar á unglingsárum sé ekki allt á hreinu hvert kynhvötin beinist, en til þess var hefðin hér áður fyrr að leiðbeina um slíkt.  Kynáttunarvandinn er menningarböl, sem kemur vegna þess að sleppt er tökunum á hefðum sem duga, þeirri hugmynd að kynin séu tvö, sem byggist á líffræðinni. Ég trúi allavega á gamla feðraveldið hvað það varðar.

Sem sé, kristileg gildi réðu um 1950, og þá var þessi vandi ekki til staðar. Allt tal um bælingu og kúgun eða ofbeldi í feðraveldinu eru nútímafordómar á gamalli menningu og sígildri sem virkaði og dugaði, skilaði af sér hamingjusömum og starfsömum þjóðfélagsþegnum.

Hitt málið, þessar skotárásir útum allan heim í skólum, og mest í Bandaríkjunum, þær eru tel ég til komnar vegna femínismans og fjölmenningarinnar.

Í langflestum tilfellum eru þetta ungir piltar sem nota ofbeldisbíómyndir sem fyrirmyndir, ungir piltar sem hafa misst fótfestuna í lífinu og upplifa sig minnimáttar, vegna félagslegra eða sálfræðilegra ástæðna.

Aðalástæðan fyrir skotárásum í skólum er femínisminn, þegar karlmennskuhugmyndin er orðin á undanhaldi brýzt hún stundum fram í svona öfgum, þessir piltar í örvæntingu sinni fyllast af lífsleiða, og fyrirmyndin verður allt það öfgafyllsta úr dægurmenningu og ofbeldiskvikmyndum.

Ef byssur yrðu bannaðar myndu þeir nota önnur vopn. Jú, mögulegt er að ljótustu dæmin verði ekki eins ýkt, þannig að ef byssur yrðu bannaðar myndi þetta kannski eitthvað skána, en ekki leysast.

Einhverntímann las ég niðurstöður rannsókna um svona ofbeldisfólk innan við tvítugt, og niðurstaðan var á þá leið að tilgangsleysi lífsins væri orðið áþreifanlegra meðal þessara kynslóða sem þekktu aðeins tilbúinn veruleika tölvuleikja, spjallþráða og ofurhetjuímynda.

Það er mjög flókinn þráður sem þarf að vinda ofanaf ef fólk vill snúa frá þessari ofbeldismenningu og að hinni kærleiksríku og kristilegu menningu sem tilheyrði feðraveldinu, fyrr á öldum, og um miðja síðustu öld, og eitthvað fram yfir aldamótin 2000.

Femínistar hafa komizt upp með að breyta þjóðfélaginu gagnrýnilaust. Ekki hefur verið spurt um afleiðingarnar. Slíkt er aðeins gert þegar fasisminn ríður í hlað. Dæmin fyrr á öldum hafa ekkert kennt, því femínisminn hefur rutt úr vegi því gagnlega, drepið marga, til dæmis í Covid-19 faraldrinum, með neikvæðni og hatri sem hefur minnkað lífsþróttinn og stuðlað að dauðsföllum langt umfram það nauðsynlega, fólks á bezta aldri, ekki sízt í Bandaríkjunum, dauðsföllum karlmanna, sem höfðu reynslu og þekkingu umfram fávitana.

Sólborg femínisti kallar feðraveldungana fávita, því er rétt að kalla femínistana fávita, ekki í fyrsta skipti sem fólk er að lýsa sjálfu sér með neikvæðum orðum á andstæðingum sínum.

Ég hef lengi haft áhuga á allskonar heiðindómi, slíkum trúarbrögðum, Ásatrú ekki sízt. Samt gerði ég mér grein fyrir því að orð Krists eiga enn við:"Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá".

Sem sagt, kristið fólk er þekkt fyrir góðlyndi og allt það, því held ég enn fram í þessum pistli gildi kristilegra gilda, sem lausn á ýmsu sem er í fréttum.

Kristileg gildi eru ekki viðhöfð í stjórnmálum, þegar eitt er sagt fyrir kosningar, en áherzlurnar eru aðrar þegar völdin eru fengin.


mbl.is Hefur ekkert með útilokun eða tryggð að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 84
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 127286

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 555
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband