Orðræða séra Davíðs Þórs Jónssonar prests er gamalkunnug. Sérhver vill senda sína óvini á verri staði. Biskupinn vill afleggja þennan sið, en það verður erfitt.

Þegar maður les athugsasemdir DV sér maður að margir vilja lifa í þeirri trú eða von að helvíti sé ekki til. Sérstaklega er það eðlilegt að fólk sem hefur viljandi hegðað sér í andstöðu við boðskap Biblíunnar að það vilji afneita að þar sé nokkur sannleikur. Margir vilja einnig halda því fram að helvíti sé andlegt ástand sem fólk fari inní reglulega eða dvelji í allt sitt líf á þessari jörð eða annarsstaðar. Þó eru margir enn til sem trúa á himnaríki og helvíti sem staði sem fólk fer á eftir dauðann.

Það hefur margsinnis komið fram á sambandsfundum Nýalssinna þetta sem styður hina rótgrónu kristnu hugmyndafræði, að helvíti sé efnislegur staður og himnaríki einnig. Þar hefur komið fram þetta sem styður og staðfestir þær túlkanir sem dr. Helgi Pjeturss setti fram í bókum sínum, að himnaríki sé góður hnöttur og helvíti sé hnöttur með bundinn möndulsnúning, sem alltaf snýr annarri hliðinni að sólinni og hinni alltaf frá henni. "Put it where the sun doesn't shine", er gamalt engilsaxneskt máltæki, og lýsir þessum sömu hugmyndum sem hafa verið á ferli í menningu vesturlandabúa í gegnum aldirnar, mjög lengi, og lengur en kristnin jafnvel.

Hinsvegar má spyrja sig hvort páfinn, séra Davíð Þór eða aðrir hafi vald til að koma fólki í helvíti, eða hvort fólk komi sér sjálft í helvíti með hegðun sinni, sem er öllu trúlegra raunar. En þetta greinilega snertir við fólki, fyrst einhverjum finnst þetta óþægileg umræða.

Nema hvað við höfum öll ólíkar skoðanir um það hverjir fari til helvítis og yfirleitt teljum við að fólk sem við hötum eða erum ósammála fari þangað. Það að séra Davíð Þór telji að sín fyrrverandi sé sérlegur kandídat í þá sendiför er ekkert skrýtið, ástin breytist oft í hatur. Auk þess hefur hann róttækar vinstrisinnaðar stjórnmálaskoðanir sem ýkja hans trúarviðhorf og menntun sem prestur.

Þegar ég var á kristilega skeiðinu mínu samdi ég nokkur lög um helvíti, eins og "Húðflúr er frá Helvíti", "Sumar í Helvíti", byggð á ofskynjunum sem hafa ræzt síðar margar, og byggð á ritningastöðum í Biblíunni líka.

En við höfum gert jörðina að helvíti með syndum okkar og skorti á samstöðu og kærleika. Það erum við sjálf sem höfum hegðað okkur illa, hvort sem illir andar eru til eða ekki. Það er vel mögulegt að þeir séu til og hafi áhrif á okkur, stjórni okkur jafnvel, en ábyrgðin er mannkynsins, og mannkynið er komið á helstefnubrautina fyrir löngu, eins og rétt er að orða þetta.

Ég hef áttað mig sérstaklega á því í seinni tíð að helvítin, vítishnöttur eins og okkar hnöttur og vítismannkynin sem þessa hnetti byggja, þau afneita sannleikanum, snúa öllu á hvolf, og vilja með öllum aðferðum rökstyðja að allt sé betra í okkar menningu, þetta sé himnaríki, en ekki helvíti, þótt það sé ein stærsta lygin.

Það er rökrétt að þannig skuli þetta vera. Öðruvísi er erfitt að halda fólki á staðnum og sæmilega friðsömu. Blekkingin er nauðsynleg.


mbl.is Segir sérstakan stað í helvíti fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 710
  • Frá upphafi: 133181

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband