24.5.2022 | 05:08
Kvenskörungar í fjölmiðlum og svo rökhyggjuleysingjar hinsvegar, lýðskrumarar frasanna
Dilja Mist stóð sig framúrskarandi vel í Silfrinu á sunnudaginn, fannst mér. Þegar hún er í essinu sínu og ákveðin í fasi, og hefur íslenzkuna fullkomlega á valdi sínu er hún skínandi góður ræðumaður, rökföst og ákveðin í senn, eins og þarna í þessum þætti.
Hún gat kveðið Silju Báru Ómarsdóttir í kútinn auðveldlega, og það var glæsilegt. Hún benti á það að Rauði krossinn ætti að vera hlutlaus, og ekki gat Silja Bára andmælt því. Glæsilegt hjá Diljá Mist, og þarna er loksins sjálfstæðismaður sem ekki skammast sín fyrir að vilja lög og reglur og skynsemi í flóttamannamálum, en ekki kaos og barnaskap.
Alltof oft eru vinstrimennirnir að reka hægrimennina á flótta með því að láta þá finna til samvizkubits fyrir að viðhalda að minnsta kosti sama regluverki í þessum málaflokki löndin í kringum okkur eru með.
Þórhildur Sunna er landsþekkt fyrir áhuga sinn á mannréttindamálum, og hörku þar, óbilgirni og jafnvel skapofsa. Hún var í viðtali á RÚV í síðustu viku.
Þar viðurkenndi hún að þessa siðspeki hefði móðir hennar kennt henni. Ekki kemur mér það á óvart. Þetta er einfeldningslegar kerlingabækur og vitleysa, rökleysa, að elska beri alla án skilyrða, það virkar innan veggja heimilisins, en ekki utan þess, því valkvæð er ástin alltaf, maður getur ekki elskað alla í einu, nema með agape, sem er gríska. Eros, filos og agape, frygð, önnusta og vinun, þannig þýddi ég þetta eittsinn. Eros er frygðin, filos er önnustan og agape er vinunin.
Nema agape er köld ást, vinunin, það er þessi viðskiptaást, sem er nauðsynleg til að þjóðir geti átt samskipti. Ekki geta þó allir dafnað í einu, enda þarf ekki annað en að sjá náttúrulögmálin, hvernig hinn sterkasti sigrar í náttúrunni, til að sannfærast um það.
Þórhildur Sunna talaði um þakklæti, og þar fannst mér rökleysa hennar koma skýrast í ljós. Hún talaði um að gefa til baka til samfélagsins, og mátti af henni skilja að áhugi hennar á mannréttindamálum væri eitthvað tengdur þessu alkunnu klisjum, sem eiga við um eitthvað allt annað, og eru notaðar á annan hátt en hún notar þær yfirleitt.
Er þetta ekki gaslýsing, að nota orð um eitthvað sem ekki hæfa og setningar sem ekki hæfa?
Rökleysan í máli hennar felst í þessu að tala um þakklæti. Hvers vegna ætti hún að vera þakklát útlendingum sem hún þekkir ekki neitt og sem hafa ekkert gert fyrir hana? Það er ekki hægt að rökstyðja það af viti.
Svo er það þetta orð, "samfélag". Íslenzkt samfélag, ef hún væri að gefa til baka til samfélagsins myndi hún styðja gildi Sjálfstæðisflokksins og íhaldsmanna almennt, að hver þjóð þurfi að hugsa um sína hagsmuni fyrst og fremst. Það er samfélagið. En hún virtist eiga við mannkynið með þessum orðum, mannkynið sem hún skuldar ekki neitt, nema að segja sannleikann, og hjálpa með skynsemi og sannleika frekar en draumsýnum.
Það eru íslenzkir karlmenn og feður sem bjuggu til forréttindin sem þessar kvenréttindakonur vilja endilega afsala sér með grátbólgnum jafnréttisaugunum sínum. Það er þetta hataða feðraveldi sem skapaði auðinn, með því að byggja á vinnu margra kynslóða, afrekum karlmanna, karlrembusvína, kynþáttahatara, heimsvaldastefnumanna. Fyrst var það heiðnin, svo var það kirkjan, hervaldið, siðmenningin, allt þetta sem þær eru að reyna að rífa niður, og sem þeim hefur tekizt að rífa niður næstum alveg.
Annars eru hin raunverulega þjóðlegu gildi í flokkum eins og Íslenzku þjóðfylkingunni og Frelsisflokknum, eða Miðflokknum, þessum flokkum sem fá alltof lítið fylgi, því miður, því barnaskapurinn er smitandi, og miðaldra karlar smitast af barnaskapnum til að vera ekki karlrembusvín, og missa þannig skynsemina og rökvísina í leiðinni.
Sú þróun er meðvirkni í hnotskurn, mun verri meðvirkni en sú sem Þórhildur Sunna og aðrir femínistar berjast gegn. Byltingin étur börnin sín.
Munið eftir Dýrabæ, Animal Farm eftir George Orwell. Bolsévikarnir vildu uppræta spillinguna, en reyndust þúsund sinnum spilltari sjálfir. Byltingar nútímans bera þessu sömu einkenni.
Getur ekki setið undir orðum þingmannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 38
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 786
- Frá upphafi: 130071
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 614
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er orðið langt síðan ég þýddi orðin eros, filos og agape. Reyndar var það filos sem ég þýddi sem vinun en agape sem önnusta. Það orð bjó ég til úr sögninni að annast um einhvern, en ég hef breytt þýðingunni. Vissulega þýðir philia frekar vinun. Annars eru þetta fjórar gerðir ástar samkvæmt öðrum skilgreiningum. Storge, sem þýða mætti sem úðina, sbr mannúð, oft notað um ást fjölskyldumeðlima, móðurást og slíkt. Philia væri þá vinun, vináttusamband, eros frygðin, og agape önnustan. Kærleikur er kannski betra orð, eða umburðarlyndi.
íslenzkan er skemmtileg, þar sem við eigum mikinn brunn nýyrða og fornyrða, möguleikar til endursköpunar óþrjótandi.
Ingólfur Sigurðsson, 24.5.2022 kl. 05:26
Ég er algjörlega sammála þér þarna Ingólfur, hún Diljá Mist Einarsdóttir bar höfuð og herðar yfir alla aðra þarna í Silfrinu. Hún á nú ekki langt að sækja það að vera rökföst og málefnaleg því faðir hennar hann Einar Hálfdánarson lögmaður er einhver besti "penni" sem fyrirfinnst á síðum Morgunblaðsins og les ég allt sem ég kemst yfir sem maðurinn skrifar. Annars hef ég miklar áhyggjur af því hversu "skoðanakúgunin" er orðin mikil og skoðanir sem ekki eru "bakborðsslagsíðuliðinu" þóknanlegar er bara hreinlega bannaðar........
Jóhann Elíasson, 25.5.2022 kl. 09:10
Þetta er vel mælt Jóhann. Því miður eru það margir sem gera sér ekki grein fyrir því að breytingarnar sem urðu með Evrópusambandinu og þessum fjölþjóðafyrirtækjum eru skaðlegar. Reglurnar frá Evrópusambandinu draga úr frelsinu, en þegar Sjálfstæðisflokkurinn var upp á sitt bezta reyndu þingmenn hans og ráðherrar að draga úr þessari innleiðingu frá EES og ESB.
Það er erfitt að sjá hvað gæti hjálpað. Unga kynslóðirnar ættu að berjast gegn þessu, í stað þess að flykkjast um vinstriflokkana. Þetta er þeirra framtíð sem er í húfi, og okkar allra.
Ingólfur Sigurðsson, 25.5.2022 kl. 17:05
Það hefur nokkru sinnum komið fram og ég held að við séum alveg sammála um það að EES samningurinn er farinn að stórskaða okkur og löngu tímabært að segja honum upp áður en hann veldur enn meiri skaða og verður jafnvel til þess að landið glatar sjálfstæði sínu........
Jóhann Elíasson, 25.5.2022 kl. 19:51
Þar er ég þér sammála Jóhann. Schengenvandamálið er einnig hægt að leysa með samvinnu við allar eða flestar þjóðir, án þess að vera bundinn af Schengensamningnum og mætti láta hann fjúka einnig, sérfræðingar hafa sagt það mögulegt, meðal annars á Útvarpi Sögu, þar sem áhugi er á þessu.
En margir segja þetta mjög erfitt tæknilega. Þó var sagt á Stöð 2 nýlega að það væri auðveldara fyrir Ísland en Bretland að vera án ESB og EES, þar sem Bretland væri stærra land, og bundnara meginlandi Evrópu. Þar á bæ eru þó oftast ESB-fólk, á RÚV og hinum sjónvarpsstöðvunum.
Nú vantar Gunnar Rögnvaldsson, hann er góður í að koma með upplýsingar um þetta. Of langt síðan hann hefur bloggað. Það vantar stóran flokk þar sem sannfæring er fyrir veru utan EES og Schengen.
Ég hef stundum komizt á þá skoðun að við ættum að fara í ESB, þegar mér hefur blöskrað hvað þjóðin kýs mikið til vinstri. Það er ákveðin uppgjöf.
Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2022 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.