Lækurinn sem tifar, lækið, "like"-ið - þýðingar, nýyrði, uppástungur.

Af hverju er ekki hægt að kalla þessi þumaltákn þumla eins og Þorgils vinur minn gerir? Að setja þumla við færslu, kallar hann það. Að setja þóknun við færslu er einnig það sem rétt er að skrifa og segja, því við segjum að eitthvað þóknist manni þegar manni fellur það í geð. Þóknun er svo sem einnig peningagreiðsla, en það er ekkert verra að nota orðið einnig um þesskonar ánægjuvott, að setja þetta alþekkta þumaltákn við færslur samfélagsmiðlanna.

"Gagnrýndur fyrir samfélagsþumla" eða "gagnrýndur fyrir þumla", eða "gagnrýndur fyrir (samfélagsmiðla)þóknanir", hefðu fyrirsagnirnar getað verið, eða "gagnrýndur fyrir viðlík".

Þessi tákn má einnig kalla viðlík. Orðið like á ensku er einfaldlega norræna sögnin að líka við sem við eigum og notum á Íslandi, nema við segjum að líka við eitthvað, en þetta yrðu kölluð lík ef við notum bara sögnina að líka eins og gert er í enskumælandi heimi, en lík er auðvitað einnig frátekið í annarri merkingu sem dauður skrokkur þannig að vandræðalegur misskilningur skapast ef þessi þumaltákn yrðu kölluð lík, eins og eðlilegast væri úr því að sama orðið er um að ræða með enskri stafsetningu.

"Gagnrýndur fyrir viðlík", gæti einnig gengið upp.

Annars eru þetta aðeins tillögur að nýyrðum.

Þótt hætta steðji að íslenzkunni verðum við að halda þeim sið áfram að búa til nýyrði yfir alla hluti á Íslandi.


mbl.is Gagnrýndur fyrir „like“ og hættir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð ádrepa Ingólfur, og íslensku uppástungur. þú og Moggabloggið eru með þetta. Hakaði við kann að meta.

Magnús Sigurðsson, 20.5.2022 kl. 19:57

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég þumla þessa pælíngu. :)

Guðjón E. Hreinberg, 23.5.2022 kl. 03:45

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nýlega veltirðu fyrir þér fyrirbærissegðinni "eigðu góðan dag" og hef síðan sagt við fólk t.d. við afgreiðlu "góðan DAg" að skilnaði. Færði áherslutóninn og það virkar vel.

Guðjón E. Hreinberg, 23.5.2022 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 65
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 130098

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 635
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband