Flóknar niðurstöður kosninganna

Að 60% Reykvíkinga vilji Borgarlínuna samkvæmt kosningunum er rangt hjá Degi B. Eggertssyni að margvíslegu leyti, það var fróðlegt að hlusta á Eirík Bergmann og fleiri stjórnmálafræðinga fjalla um þetta í gær. Kosningaúrslitin eru semsagt misvísandi, eins og Eiríkur segir og fleiri stjórnmálafræðingar sem fjalla um þetta. Vilji kjósenda er margvíslegur.

Einnig ef maður kafar dýpra ofaní fullyrðingu Dags B. Eggertssonar um að 60% borgarbúa vilji hans stefnu, þéttingu byggðar og Borgarlínuna, þá koma skemmtilegar þversagnir í ljós sem gera þessa frægu setningu hans og fullyrðingu ósanna.

Hann byggir þetta á því hvernig Miðflokkurinn tapaði fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn einnig, þeir flokkar sem mest töluðu gegn stefnu hans.

Eða hvað? Er þetta alveg þannig að fylgistap þessara flokka megi rekja til andstöðu þeirra gegn þéttingarstefnunni hans og hinna vinstriflokkanna og til Borgarlínuandstöðunnar?

Athugum það að andstaða Sjálfstæðisflokksins við Borgarlínuna er alls ekki eins mikil og hann gefur sér, miðað við þá fullyrðingu að hún valdi fylgistapi hjá Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett andstöðu við Borgarlínuna eða þéttingu byggðar á oddinn í þessum kosningum, einfaldlega vegna þess að Hildur Björnsdóttir, sem var í framlínunni og borgarstjóraefni var og er hlynnt Borgarlínunni og þéttingu byggðar, á meðan Eyþór Arnalds, sem þar áður var borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins var einarður andstæðingur Borgarlínunnar, eða frekar en Hildur Björnsdóttir.

Þannig að alveg eins væri hægt að setja dæmið þannig upp að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað á að hafa Hildi Björnsdóttur í framlínunni og að hún hafi daðrað við Borgarlínuna og annað sem er aðalmálið hjá Degi og fylgisfólki hans, eða var á meðan hann var við völd, hvort sem þau eitthvað skipta um skoðun eftir þessar kosningar.

Sem sagt, þetta er óljóst, hver misvísandi skilaboð kosninganna eru. Bubbi Morthens hefur verið sakaður um að tala með rassinum, og mér skilst að sú slangursetning þýði að koma með alhæfingar sem eru bull, þykjast vita betur en þannig sé það ekki í raun. Mér virðist samflokksmaður hans, Dagur eitthvað hafa lært af honum í þessu efni.

Fleira mætti telja til. Samfylkingin tapaði fylgi og Vinstri grænir stækkuðu að minnsta kosti ekki. Eini flokkurinn sem var í samfloti eða samsæri með Degi voru Píratar, og fylgisaukningu þeirra má vafalaust útskýra á allt annan hátt en ást á Borgarlínunni, sem sagt þannig að þar komi til áhrif frá bankasölunni, en þeir þykja hvítir eins og mjöll og saklausir sem englar miðað við aðra flokka, hvort sem það er nú rétt eða ekki, og auknar vinsældir þeirra þessvegna smitast yfir á þessar kosningar má fullyrða með næstum 100% vissu.

Hvernig er hægt að segja að kjósendur séu að lýsa velþóknun á stefnu Dags þegar allt kemur til alls?

Að lokum kemur þó skýrasta vísbendingin um að fólk hafi kosið gegn Degi í slagorði Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar: "Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?" eða "Tími til kominn að breyta Reykjavík".

Einar Þorsteinsson ítrekaði þennan boðskap í gær á sjónvarpsstöðvunum, en sagðist þó opinn bæði til vinstri og hægri, en þessi orð væru til marks um að Framsókn yrði að verða afl til breytinga, ekki til að viðhalda sömu stefnu og Dagur var með lengi, og hans meirihluti.

Ég er sammála Hannesi Hólmsteini prófessor, að þannig er rétt að túlka vilja kjósanda, á þann veg að breytingarnar felist í samvinnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, og Flokks fólksins, sem sagt, splunkunýr meirihluti, hægristjórn, alvöru breyting á þeirri stefnu sem verið hefur í Reykjavík nú um langt árabil.

Hættan er þó sú, eins og Hannes Hólmsteinn minntist á, að Einar Þorsteinsson láti freistast af borgarstjórastólnum í samræðum við Dag, og að láta hann stjórna sér í laumi, eins og Jón Gnarr gerði.

Hinsvegar ætti gæti það verið snjall leikur hjá Hildi Björnsdóttur að gera það sama, til að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi meiri áhrif, í meirihluta frekar en minnihluta næstu fjögur árin, og að þá sé borgarstjórastóllinn ekki aðalmálið, heldur að mynda hægrimeirihluta með Framsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 74
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 878
  • Frá upphafi: 133823

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 673
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband