Hvaða flokk á maður að kjósa?

Sjálfstæðisflokkurinn er í greinilegri niðursveiflu á landsvísu. Kannski verða þó kosningarnar skárri fyrir flokkinn en kannanir, en mjög hæpið er að árangurinn verði góður, miðað við þau glæsilegu ár þegar þetta var aðalflokkurinn næstum allsstaðar, sá sem völdin hafði, völd sem ekki urðu sigruð eða hunzuð.

Ég veit að ég hef ekki skrifað þannig að undanförnu að mér finnist Píratar eða aðrir vinstriflokkar traustsverðir að stjórna landinu eða sveitafélögum, en Pírata og Miðflokkinn finnst mér vel koma til greina að kjósa á laugardaginn.

Það er ekki kapítalisminn sem heillar mig við Sjálfstæðisflokkinn, heldur að þjóðhollari og þjóðerniskenndari hefur sá flokkur verið en vinstriflokkar og jafnaðarflokkar. Nú þegar þeir hafa sveigt sig enn meira til vinstri en áður í þessari margumræddu ríkisstjórn og umdeildu finnst mér margt vanta uppá kosningasjarmann þeirra.

Bankasölumálið kom mér ekki á óvart, og það hefur ekki áhrif á kosningahegðun mína. Ég tel mig þekkja mannlegt eðli nógu vel til að slíkt komi mér ekki á óvart. Öllu heldur mætti segja að mér fannst þetta klaufaskapur og óvandvirkni af Bjarna og öðrum sem stóðu fyrir þessu. Það hefði þá átt að kynna þetta fyrst fyrir þjóðinni frekar en að útvalning gæðinga skyldi fara fram með svo áberandi hætti.

Pírata vil ég kjósa vegna þess að ég tel að breytingarnar sem þeir eru að koma með inní stjórnmálin séu óhjákvæmilegar.

Það er ekki lengur nýjasta nýtt að raða konum uppá lista og jafna kynjahlutföllin eins og var fyrir 20 árum. Áslaug Arna er talin hafa sama hrokayfirbragð og annað valdafólk, hef ég heyrt vinstrimenn ræða um, þannig að það sem Píratar eru að gagnrýna er miklu stærra mál en eitthvað meint kynjaójafnvægi inná listum hægrimanna.

Nei, breytingarnar sem Píratar koma með eru miklu róttækari en þetta. Margt af því er alþjóðlegt og verður ekki umflúið, og margt af því er nokkuð sem ég er sammála og sem mér lízt vel á. Hreinskilni og stjórnsýsla fyrir opnum tjöldum, það er nokkuð sem ég er ánægður með og get vel kosið slíkt fólk.

Miðflokkurinn held ég að eigi miklu meira inni en fólk gerir sér grein fyrir. Hann er ekki í tízku um þessar mundir og enginn veit hvers vegna, en það hefur margsýnt sig að þar er duglegt og skynsamt fólk sem hlustar ekki á bullið í hinum, þegar allir eru sammála um einhverja vitleysu.

Aðrir flokkar eru eiginlega hallærislegir. Þeir eiga sér mislanga svikasögu, bæði með og án Sjálfstæðisflokksins.

Frelsisflokkurinn eða Íslenzka þjóðfylkingin bjóða sennilega ekki fram, en þar eru einnig fýsilegir kostir fyrir óákveðið fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 127292

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 560
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband