Áframhald á því sama eftir kosningarnar?

Ég átti erindi niður á Skólavörðustíg fyrir helgina. Það kom mér skemmtilega á óvart að Reykjavík Dags B. Eggertssonar var orðin miklu skárri en þegar allt var sundurgrafið og erfitt að komast leiðar sinnar. Að vissu leyti er maður sammála Degi að Reykjavík er orðin heimsborg fyrir túrista. Það hefur kostað sitt, og gefur eitthvað til baka.

Engu að síður, djammið var miklu fjörlegra í Reykjavík um 1994, og ég tek ekki undir það að það hafi verið slæmt ástand þegar unglingar voru að skemmta sér alla nóttina. Ég man eftir þeim tímum og þeir voru skemmtilegir.

Ég kann nokkuð vel að meta þessa menningarlegu heimsborg sem Reykjavík er orðin, (að nokkru leyti), en ég man hvað glataðist, það var miklu persónulegri og þorpslegri borg. Það er einnig spurning hvort það sé ekki nokkuð mikið að enska sé aðalmálið þarna næstum allsstaðar. Eigendur og afgreiðslufólk útlent sem talar ekki íslenzku. Það væri ekki verra að afgreiðslufólkið lærði íslenzku líka. Nokkuð sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Ekki furða að Magnús sem hér hefur margt snjallt bloggað spurði nýlega hvort Reykjavík ætlaði að sækja um aðild að ESB.

Svo er það framtíðin, er þetta sjálfbær stefna hjá Degi? Margir efast um það, og enn vil ég minna á Vigdísi Hauksdóttur, hún hefði átt að verða borgarstjóri fyrir löngu.


mbl.is Sólartorg í miðbænum senn tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 127242

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband