Að kynnast viðhorfum þjóðhöfðingja er mikilvægt, einnig viðhorfum þeirra sem hafa framið voðaverk.

Það var hátíðleg stund þegar Zelensky ávarpaði okkar alþingi. Raunveruleikasjónvarp í beinni útsendingu. Til að jafnréttis yrði gætt ætti Pútín að ávarpa vestrænar þjóðir á sama hátt og útskýra afstöðu sína. Hann er vissulega hataður á Vesturlöndum, en það yrði spor í friðarátt ef fleiri myndu skilja hans röksemdafærslu og ástæður fyrir voðaverkunum.

En ég ber meiri virðingu fyrir Zelensky eftir að hafa hlustað á ræðu hans. Hann virðist venjulegur strákur af minni kynslóð, fæddur á áttunda áratugnum, og með sömu áhugamál og annað vestrænt fólk. Aðdáandi bandarískra bíómynda og Hollywoodmenningarinnar.

Sagt var að þetta væri í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi ávarpaði þannig þingið með fjarskiptabúnaði.

Þetta minnti mig á fundina hjá Félagi Nýalssinna. Ekki eru það miðilsfundir, heldur sambandsfundir, því þar fáum við samband við aðrar stjörnur og önnur mannkyn.

Stjörnusambandsstöðin að Álfhólsvegi 121 er því merkileg bygging, og minnir á alþingi, því þar hefur fengizt samband við þjóðhöfðingja annarra ríkja, með sambandsfólki, eða miðlum sem svo eru nefndir einnig.

Sitjarar hafa tekið þessum erlendu þjóðhöfðingjum vel sem hafa talað fyrir miðilsmunn. Auðvitað er algengast að venjulegt fólk komi fram á sambandsfundum og miðilsfundum, ættingjar og annað fólk, en merkileg eru þau sambönd þegar fram koma fyrrverandi eða núverandi þjóðhöfðingjar.

Tekur maður eftir málfari þessara einstaklinga, og er það merkilegt, hvort sem þeir koma í gegnum mig eða aðra sem þarna starfa eða hafa starfað, að talað er af virðingu við okkur Íslendinga og við ávarpaðir sérstaklega, eins og sá tæplega tíu manna hópur sem hlustar sé virðulegt fólk sem er í forsvari fyrir þjóðina alla, eða mannkynið.

Fólk sem er á miðilsfundum lærir að sýna þeim sem tala fyrir munn miðilsins virðingu, eða reynt er að brýna þetta fyrir sitjurum að minnsta kosti, og yfirleitt tekst það.

Alþingismennirnir í dag minntu mig á sitjara á miðilsfundi, og Zelensky minnti á framliðinn mann sem talar fyrir munn miðils með aðstoð fjarfundarbúnaðs. Þetta var vissulega merkilegt.

Ég er sannfærður um það að kenningar dr. Helga Pjeturss verði vísindalega sannaðar með tímanum, enda stefndi hann að því markmiði að eyða allri dulrænu varðandi þessa hluti, og hefja þá á stig vísindanna. Framfarir gera þetta mögulegt í  vísindaefnum. Ingvar Agnarsson frændi minn var mikill snillingur að kynna þetta fyrir fólki og skilja það betur en flestir á þeim tíma sem hann var uppi.

Við þurfum ekki að líta á fjarfundabúnað öðruvísi en miðla yfirleitt. Allir eru gæddir miðilshæfileikum og eru miðlar, nema hæfileikar flestra eru bældir og ónotaðir af flestum. Í svefni þegar okkur dreymir komast þeir hæfileikar þó í gagnið, hjá öllum, vissulega.

Einhvernveginn fannst mér alþingi Íslendinga hafa þroskazt af þessum viðburði, og mér fannst skilningurinn á sambandsmálum hafa aukizt.

Það er mjög leiðinlegt að sennilega eru flestir ungir Íslendingar fullir af kaldhæðni gagnvart miðlum og sambandsmálum. Talið er að þetta sé uppspuni, skáldskapur og bull úr miðlunum, eða illir andar, en sumir segja þó góðir andar, en það er auðvitað nóg af hvoru tveggja í gangi.

Eldri árgangar Íslendinga hafa þó margir áhuga á spíritisma, eða andatrú, en sú kynslóð er sennilega að mestu komin undir græna torfu sem hafði lifandi kynni af forvígismönnum Nýalsstefnunnar, eða byrjaði á þessu starfi um miðja síðustu öld.

Vísindalega þarf að líta á þessi mál, og vita það að andleg áhrif, utanaðkomandi raddir og slíkt þarf að vega og meta, og rannsaka, taka ekki öllu sem gefnu eða sannleika. Það er ævilangt verkefni og vel það.

En aftur að Rússlandi og Úkraínudeilunni. Það er vissulega rétt að norrænir menn og Slavar hafa lengi átt samleið, og var ánægjulegt að hlusta á skýra íslenzku Zelenskys, og heyra hann nota orðið Kænugarður.

Menning Rússlands er nú að verða mörgum Íslendingum og öðrum Vesturlandabúum meira framandi, því fólki er innrætt slíkt viðhorf í gegnum fréttir.

Til að stuðla að friði þarf að minnka menningarmun, en ekki auka hann.


mbl.is Beint: Selenskí ávarpar Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 191
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 127196

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband