Öfund Íslendinga

Íslendingar kunna þann löst skammarlega vel að öfundast útí ríka samlanda sína. Í tilfelli bankasölunnar eru vissulega margt gagnrýnivert, og er sáttur við að aðrir gagnrýni hana, en almennt séð er það gott að Íslendingar verði ríkir og komist á lista Forbes yfir ríkt fólk, ríkir Íslendingar sem hér hafa lögheimili borga háa skatta, og það styrkir íslenzka þjóðerniskennd að vita til þess að hæfileikar séu hér til að auðgast.

Hvað varðar bankasöluna, hefur ekki Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið svona, er þetta nokkuð til að undrast?

Sumir segja að allur gróði sé ránsfengur og kapítalisminn glæpastarfsemi frá upphafi til enda. Að minnsta kosti er hann samfélagslega viðurkenndur og það nægir flestum.

"Mér finnst spillingin góð" væri hægt að syngja með Helga Björnssyni í staðinn fyrir "Mér finnst rigningin góð", þetta lag með Grafík ætti að vera með þessum texta. Ákveðin innlend spilling sem ver gegn heimsvaldastefnunni, fjölmenningunni, getur verið góð.

En þetta er eins og með svo margt, hin fína og mjóa lína sker úr um það og þarna eru margvísandi atriði, sum jákvæð og önnur neikvæð fyrir almenning.

Sú menning er þó jákvæð sem var til um miðja tuttugustu öldina, að ríkt fólk var kristilega þenkjandi og oft tilbúið að hjálpa fátækum.

Með því að ríkisvæða samúðina og aumingjahjálpina er einnig búið að aftengja mennskuna, og gera hana að kerfislægri svörun, þrælslund, sem þornar út með kynslóðunum og verður að engu.

Kirkjan verður kannski aldrei aftur það afl sem veitir siðferðislegt aðhald, eða kristnin, ef fjölmenningin heldur áfram að eflast. Islam hefur aðrar áherzlur, eða heiðin trúarbrögð.

En hægt er að kenna fólki aftur að það sé dyggð hinna ríku að hjálpa fátækum. Dyggð, eitthvað sem maður vill sjálfur, er ekki neyddur til með lögum landsins, eða alþjóðalögum.


mbl.is Davíð fallinn af lista Forbes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 191
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 127196

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband