Eyðing Amazonfrumskógarins er ekki réttlætismál fyrir Bolsonaro, heldur glæpur gegn mannkyninu og plánetunni allri, lífinu öllu á jörðinni.

Það er mjög slæmt þegar menn nota gild rök til að afsaka eitthvað sem er óafsakanlegt, þegar notuð eru dæmi sem passa að einhverju leyti en eru samt að skekkja og skæla það sem þarf að koma á framfæri. Frá sjónarhóli Bolsonaros finnst honum eyðing Amazonfrumskógarins réttlætanleg, hann snýr sannleikanum á hvolf þegar hann talar um þetta. Hann hugsar um að fá atkvæði kjósenda, því fólk er víðast hvar eins, það hugsar fyrst um eigin hag, svo um umhverfið eða annað fólk.

Ég var unglingur þegar National Geographic tímaritið fjallaði um það hvernig eyðing frumskóganna ógnaði lífi og mannréttindum indíana Brazilíu, það mun hafa verið fyrir 1990. Það hafði mikil áhrif á mig. Þegar menn tala um mannréttindi verða oft og einatt árekstrar, og einnig þegar talað er um náttúruvernd gagnvart mannréttindum. Ég forðast að nota orðið "versus", því íslenzka orðið gagnvart er frábær þýðing á þessu orði. Að vísu örlítill blæbrigðamunur og nýlegri merking, en mun betra en að nota enska orðið "versus".

Ég er almennt séð ekki hrifinn af alþjóðastofnunum eða alþjóðlegum lögum. Þarna er þó svið sem mér finnst undantekning.

Jörðin er heimkynni okkar allra. Alþjóðalög þurfa að vera ströng þegar kemur að umhverfisglæpum, mengun sem ógnar lífi allra jarðarbúa.

Alþjóðastofnanir eru samtaka í því að berjast gegn Pútín og Úkraínustríðinu. Alþjóðastofnanir þurfa að berjast gegn Bolsonaro og eyðingu Amazonfrumskógarins.

Frekar ætti að taka við Brazílíumönnum en öðrum, ef lög verða sett sem hamla þeirra lífsviðurværi, eða gera þá landflótta vegna harðra umhverfisverndarlöggjafar á alþjóðavísu.

Alþjóðastofnanir hafa EKKI staðið sig í þessu máli. Þetta er skelfilegt ástand, bæði með eyðingu Amazonfrumskógarins, útblástur, plastmengun og allt mögulegt annað hvað varðar mengun.

Á Íslandi er endalaust pláss, segir góða fólkið, og engin takmörk fyrir því hversu mörgum flóttamönnum er hægt að taka við. Ég er ekki endilega sammála því, en þetta finnst mér brýnt, að taka við flóttamönnum sem þurfa að flýja land sitt, ef þeim er bannað að stunda mengandi landbúnað og eyða frumskógum Amazonsvæðisins eða annarsstaðar.


mbl.is Bolsonaro svarar gagnrýni DiCaprio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bolsonaro svaraði hollývúdd leikaranum með mjög viðeigandi orðum.

Guðjón E. Hreinberg, 2.5.2022 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 127209

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband