Athugasemdakerfið í DV er farið að skána, Björk Jakobsdóttir og Hörður Torfason fá góð viðbrögð við gagnrýni á slaufunarmenninguna og dómstól götunnar

Hér er frétt sem gjarnan mætti koma í Morgunblaðinu, svo merkileg er hún. Aðalfréttin er sú að Björk Jakobsdóttir leikkona vill slaufa slaufunarmenningunni, og fær fleiri en 40 athugasemdir undir fréttinni í DV, og hrós og samþykki í langflestum tilfellum, sem sagt, hún slær í gegn með þessu. Þarna gerir DV gagn og segir frá einhverju jákvæðu og uppbyggilegu en ekki mannfjandsamlegu eða þarflausu. Björk Jakobsdóttir virðist alveg rétta manneskjan til að segja þennan boðskap, svo vel tekur fólk henni, og hún kann greinilega að orða hlutina rétt einnig.

Svo er önnur frétt merkileg einnig um þessi mál. "Stuðningur Harðar Torfa við Auð vekur úlfúð - Hvernig í ósköpunum er það frábær fyrirmynd að beita ofbeldi?"

Þar eru margir sem benda á það að fáir Íslendingar hafa betur þekkt það á eigin skinni að vera lagðir í einelti, en að hafa snúið vörn í sókn og unnið hug og hjarta þjóðarinnar aftur, Hörður fyrir samkynhneigð sína en vonandi tekst Auði það, fyrir ásakanir um það sem hann hefur gert og líka það sem hann hefur ekki gert.

Hörður Torfason er bæði hugrakkur og skynsamur að gera sér grein fyrir því að mannvonzka og skilningsleysi felst í slaufunarmenningunni og dómstól götunnar. Hann sér vel skyldleikann við eigin baráttumál.

Hvernig stendur á því að Morgunblaðið þegir um þetta og sömuleiðis RÚV og Stöð 2? Þetta flokkast jú undir mjúku málin, en þau hafa nú verið eitt aðalumfjöllunarefnið í öllum fjölmiðlum síðastliðin 30 ár, sama hvaða nafni þeir nefnast.

Þetta mætti flokka sem sigur þolenda sem kallaðir eru gerendur. Réttlæti er þó ekki komið á enn, áður en dómstóll götunnar verður alveg kveðinn í kútinn, en pistill Bjarkar Jakobsdóttur á Facebook sem hefur fengið góðar viðtökur er spor í rétta átt, og risastórt spor raunar.

Loks eru fleiri farnir að skilja að Öfgakonurnar og margir aðrir aktívistar beita ofbeldi ekkert síður en þessir sem þær saka um slíka beitingu.

Fólk er aðeins hætt að tala með rassinum (eins og Bubbi Morthens er talinn gera af mjög mörgum) og fólk er farið að sjá heiminn í örlítið hlutlausara ljósi, en samt voða lítið ennþá, því miður.

Tveir þjóðþekktir menn rísa nú gegn slaufunarmenningunni, Björk Jakobsdóttir og Hörður Torfason. Konur eru jú líka menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 126548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband