Þung undiralda gegn Sjálfstæðisflokknum í Pírötum

Maður getur auðvitað verið sammála þessum mótmælendum, en á páskunum verður mér hugsað til ömmu. Hún stóð alltaf með Sjálfstæðisflokknum sama hvaða gagnrýni hann fékk á sig, og hitt voru kallaðar kommalygar.

Sjálfstæðisflokkurinn á ömmu minni Siggu það að þakka að að hluta til að ég hneykslast ekki mikið á Bjarna Benediktssyni og bankasölunni. Ég hlustaði alltaf á stjórnmálaræður frá henni, hún varði alltaf Sjálfstæðisflokkinn og hans ráðherra, en talaði um óréttlætið og ruglið í kommunum. Fyrir henni var Sjálfstæðisflokkurinn óbreytanleg stofnun eins og kirkjan, guðlegt vald eiginlega, sem verndaði fólkið, og spilling væri bara orð sem ruglaðir kommúnistar notuðu.

Afi svaraði þessum einræðum oftast ekki, eða talaði um annað í léttum tón. Einstaka sinnum talaði hann um pólitík, eins og þegar hann reiddist Jóni Baldvin, og EES umræðunni, og sagði:"Ég skammast mín fyrir að vera skyldur Jóni Baldvin, hann seldi af okkur sjálfstæðið". Hann var sammála ömmu, en mælskulistin var hennar, en verksnilldin hans.

Það er svo gott að rifja þetta upp vegna þess að viðhorf ömmu voru aldagömul og alþýðan í löndunum hélt þeim við í gegnum hundruði eða þúsundir ára, og þótt kúgun hafi byggzt á þeim, þá voru þau vörn að einhverju leyti fyrir stjórnleysi og því ekki gagnslaus eða fráleit.

Að standa með kirkjunni þótti jafn sjálfsagt. Ekki mátti vinna á frídögum. Þá mátti leggja sig, eða fara í bíltúr útá land, fá sér ís í sjoppum eða pylsur.

Menningarverðmæti eru ekki verðveitt í Kópavogi. Undir stjórn Ármanns bæjarstjóra í Kópavogi eru umdeildar framkvæmdir á dagskrá um risahýsi og niðurrif gamalla húsa. Afi og amma kusu Sjálfstæðisflokkinn, þó var verkstæðið hans afa rifið og húsið án áhuga á að varðveita það, af þessum sama flokki. Af hverju ætti maður að hafa áhuga á þessum flokki?

Gamli tíminn er farinn. Sjálfstæðisflokkur nútímans er ekki sá sem hann var. Hann er sérhagsmunagæzluflokkur sem á meira skylt við jafnaðarmannaflokk en frjálshyggjuflokk og þjóðernisstefnuflokk, eins og hann upphaflega var.

En ef Sjálfstæðisflokkurinn minnkar mikið verður enn minni mótspyrna gegn fjölmenningu og alþjóðavæðingu sem Píratar og fleiri boða. Það eru leifarnar af þessum dyggðum sem ég styð við Sjálfstæðisflokkinn, nema þær eru orðnar helzt til rýrar, því miður.

Það mætti mótmæla ótalmörgu, ekki aðeins því sem hér er verið að mótmæla, það mætti mótmæla því að taka undir með alþjóðavæðingunni, Georg Soros og fleirum.


mbl.is Segir fjármálaráðherra þurfa að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 132075

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband