Egó berst við egó. Ljóð frá 3. apríl 2022.

Egó berst við egó.

Er það hvataheimurinn?

Víti við þér blasir.

valdi þetta náunginn?

Elska aldrei vill

einhver frú, nú herra?

Trúmálin trylla því marga

takmörkin fari í hið verra.

 

Kynslóð borin brotnar.

Bjóst við gulli og heimtar sitt.

Ekkert alveg dugar.

Er því dapurt lífið þitt?

Fortíð firnablíð,

finnst, en því má neita.

Trúmálum hafna því herrar

og hyggjur sem félagsins leita.

 

Finnst þér rétt að fórna

fold svo vinnir gæðastríð?

Inn skal ætíð leita.

Allir dómar þurfa níð.

Standa sterkar þar

stúlkur liðins tíma.

Trúmálin aðeins í orði,

yfir heim féll síðan gríma.

 

Þá dætur hafa dúndrað

drengir reyna sömu leið.

Enginn andann skynjar,

á þau stefnir himins reið.

Vald og virðing þín,

vill hver meira hirða?

Trúmálin, fortíðar fletið,

fyrir það reyna öll að girða.

 

Fátt ég skrepp að skýra,

skulu launin reynast næg?

Þögn er þarflegt reipi,

þar með máttarstundin væg?

Ef hann átti þrá

inn í flotta vöðu.

Heimtingu hefur á lífi?

horaðar taka sér stöðu.

 

Lát þig dýrt ei dreyma

um dáðir, frægð í vítissal.

Guð þinn hljóður helgar

harða braut sem gæðin fal.

Egófóðruð ósk

ekki verður hærri.

Trúmálin kenndu það, kona

kannski er nú tími sá nærri.

 

Egó aðgát sýndu

eigin, þar er skepna grimm.

Gakk því ei um garðinn,

gatan hefur orðið dimm.

Víst oft sérðu vel

valdagræðgi fyrtast.

Trúmálin nálgast svo náðug,

nú finnst mér spekin þar birtast.

 

Fórnarlömbin fantast,

fara að læra af böðlum senn.

Hlutverk hafa víxlaðzt,

hörð er tíðzka, nýir menn.

Hópur heimtar vald,

hart er bariðzt víða.

Öfugar lýsingar ætíð,

eftir þeim stríðsgjörnu bíða.

 

Tek það fram að sögnina að fela beygðist sterkt einu sinni, fal eða fól í staðinn fyrir faldi, og sú beyging er notuð í kvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 126548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband