Gamlir kommúnistar eiga kannski erfitt með að tala gegn Rússum og Pútín, eða þeir sem eru ánægðir með eitthvað í stjórnsýslu Rússa á Pútínstímanum. Það á hann sameiginlegt með Hitler að hafa gert góða hluti áður en til svona stríðs kom. Þetta sem kemur fram í fréttinni er nokkuð sem margir eru sammála um, að rússneskur almenningur getur ekki allur verið sáttur við þetta, og hann styttir valdatíma sinn ábyggilega með stríðinu. Ég komst að svipaðri niðurstöðu og fjallaði um það í nýlegri færslu, að þetta stríð myndi sennilega verða til að stytta valdatíma hans, og búast megi við því að fyrr eða seinna minnki vinsældir hans í heimalandinu þessvegna.
Annað sem vert er að minnast á. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að andlegir erfiðleikar hrjá landsmenn sem aldrei fyrr, en Guðjón Hreinberg sem oft spáir rétt sagði fyrir um það að eftir 2. febrúar á þessu ári yrði allt vitlaust. Ætli það eigi þá við um þjóðhöfðingja heimsins líka, eins og þann rússneska?
Verður ekki stundum að leita dulspekilegra, trúarlegra og andlegra skýringa á því sem erfitt er að útskýra?
Innrásin mun stytta valdatíma Pútíns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 71
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 851
- Frá upphafi: 130023
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 644
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.