31.3.2022 | 20:10
Hamfarahlýnun á hlýskeiðum ísaldanna fyrir löngu ekki af mannavöldum, eða var til hátækni fyrir langa löngu?
Ég sótti ráðstefnu í dag í Þjóðarbókhlöðunni í tilefnini 150 ára afmælis dr. Helga Pjeturss og opnun sýningar sem stendur fram á haust og er öllum opin þar um ævi og störf þessa meistara. Varð mér hugsað til Ómars Ragnarssonar sem hefur áhuga á jarðfræði Íslands. Dr. Helgi Pjeturss var fyrsti íslenzki heimsspekingurinn og honum var þarna lýst sem fyrsta íslenzka jarðfræðingnum sem beitti nútímaaðferðum og gerði brautryðjendauppgötvanir á mörgum sviðum.
Menn vita að ég hef áhuga á umhverfisvernd og efast ekki um hamfarahlýnunina af mannavöldum, þótt ég efist um sumt annað sem boðað er á RÚV.
Það sem kom fram hjá þessum jarðfræðingum sem þarna töluðu á ráðstefnunni vakti þó efa minn um hamfarahlýnunina af mannavöldum, og þar sem ég veit að hér á blogginu eru margir efasemdarmenn um hamfarahlýnunina af mannavöldum finnst mér ástæða til að endurtaka nokkuð af því sem þarna kom fram.
Dr. Helgi Pjeturss var nefnilega brautryðjandi á því sviði að skilja að ísöldin var ekki samfelld hér á Íslandi eða annarsstaðar, og að hlýindaskeið komu inn á milli.
Jarðfræðingarnir sem þarna töluðu staðfestu rannsóknir hans og kenningar í jarðfræðinni, nema enn á eftir að sanna og staðfesta kenningar hans í sambandi við framlíf á öðrum plánetum eða draumakenningu hans algerlega.
Eitt það merkilegasta sem kom fram á þessari ágætu ráðstefnu var að vísindaleg gögn benda til þess að fyrir tugum þúsunda ára hafi verið miklu hlýrra á Íslandi en nú og á jörðinni allri og sjávarhæðin verið miklu hærri. Ekki voru þá neinir tæknivæddir menn uppi að því er talið er þannig að ekki gat mannkynið þá hafa valdið hamfarahlýnun, nema mannkynssagan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar hvað forsögu mannkynsins varðar með nýjum uppgötvunum.
Það skiptast á hlýskeið og ísaldaskeið að því er virðist án aðkomu mannsins. Það vissi ég svo sem fyrir, en að sjávarstaðan hafi verið miklu hærri en nú hafði ég ekki alveg gert mér grein fyrir. Það merkir á einföldu mannamáli að eitthvað olli því áður að miklu heitara var á jörðinni. Ef við trúum ekki á tæknivædd ofurmannkyn í fortíðinni verðum við því að draga þá ályktun að hamfarahlýnun á jörðinni sé ekki bara af mannavöldum.
Carbfix semur við Eflu um förgunarstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.