Það þarf að fjalla um sölu ríkisins á stórum hlut í Íslandsbanka í gær betur

Stundum flakka ég á milli útvarpsstöðva. Núna í dag var Reykjavík síðdegis á Bylgjunni með áhugavert viðtal um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem átti sér stað í gær. Viðtalið minnti mig á viðtölin fyrir hrun 2008 um bankabraskið þá. Sem sagt, þessi stóri eignahlutur, 22, 5%, var seldur undir markaðsverði en sá sem talaði lofaði það og sagði það hafa verið gott, en ég skildi ekki rökin sem hann kom með. Ég er svo sem með enga menntun í þessu, en þetta þarf að fjalla um betur og skilgreina með gagnrýnum hætti.

En sumt sem hann sagði fannst mér hálf ógnvekjandi í ljósi sögunnar og því sem gerðist fyrir hrunið 2008. Hann sagði að gríðarlegar breytingar væru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum heimsins nú um þessar mundir og eftir 5 ár verði bankaumhverfið allt annað, og skildist mér á því sem sagt var að risafjárfestar væru að eignast sífellt meira á heimsvísu. Þetta rímar alveg við það sem menn hafa verið að fjalla um hér á blogginu um New World Order, The Great Reset og allt það. Skuggalegt. Þeir ríku verða miklu, miklu ríkari á þessum tímum, og voru þó ógeðslega ríkir fyrir! Hvað er að gerast? Hvað er á seyði?

Ríkið á nú minnihluta í bankanum og viðmælandinn sagði að það væri gott og gleðilegt, mikið fagnaðarefni, en ég skildi ekki rökin, þótt sagt væri að viðtalið væri á mannamáli. Eitthvað var þarna óljóst og lítt útskýrt.

En hann talaði um verðbólguna á heimsvísu, og varla er það fagnaðarefni, þótt viðmælandinn hafi talað eins og allt væri þetta hið bezta mál.

Af hverju er verið að selja bankana á slikk? Af hverju sagði maðurinn að það væri hið bezta mál? Út af verðbólgunni? Það verður að setja þetta í eitthvað samhengi, heildrænt, þannig að hægt sé að vita hvað er á seyði.

Þessir viðmælendur eru svo oft með fagurgala, en lýsa ekki nema hluta sannleikans.

Helzt var hægt að skynja á honum að hann hræddist bankahrun, annaðhvort alþjóðlegt eða innlent, eða hvort tveggja, en talaði um að lífeyrissjóðir væru að kaupa mikið af þessu, og það væri gott, og heppilegra á Íslandi en í útlöndum. Samt sem áður er þetta allt eins og latína fyrir venjulegt fólk, og þarf að útskýra betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 617
  • Frá upphafi: 132070

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband