20.3.2022 | 21:35
Ólafur Ragnar segir Vesturlönd bera mikla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.
Nú þegar hafa myndazt andstæðar fylkingar manna í afstöðu til Rússa og Úkraínumanna. Það sem maður veit fyrir víst er að hrottaskapur Rússanna er mikill, eða þannig eru fréttirnar, en hvort stríðinu var komið af stað af Vesturlöndum er spurning, en sumir hafa haldið því fram, og að minnsta kosti að einhverju leyti má segja það, bæði orð Bidens, en þó ekki sízt andstaðan við Pútín lengi frá Vesturlöndum, sem hefur vakið upp ótta hans við að Úkraína væri að verða óvinaríki Rússa, og Natódaður Úkraínu, og áhugi þeirra á vestrænni menningu, sem er augljós.
Það sem Ólafar Ragnar fyrrverandi forseti Íslands sagði í Silfrinu var kjaftshögg á elítustjórnmálin á RÚV, og Egill var hálf kauðalegur með skökku gleraugun sín í lok þáttarins, eins og hann hafi ekki náð að veiða stórfiskinn sinn, Ólaf Ragnar, til að tala Rússahatandi elítunni til ánægju nægilega mikið.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, vildi sem sagt alls ekki kannast við það að Pútín væri klikkaður fjöldamorðingi að upplagi, heldur hefðu aðstæðurnar rekið hann til að gera þetta, og rússnesk menning, tíðarandinn hefði breyzt svona í Rússlandi öllu.
Sennilega veit hann hvað hann er að segja, hann þekkir rússneska menningu og Rússa almennt. Orð hans vega þungt í umræðunni að minnsta kosti, og hann er miklu skynsamlegri en margir í málflutningi sínum, og þroskuð eru ráð hans.
Áhugavert var að hann sagði Vesturlönd bera mikla ábyrgð á þessu og stækkun Nató, sem hefði ögrað Pútín útí þennan hrylling, sem stríðið er.
Með þeim rökum ætti að minnka Nató með skipunum frá yfirstjórn þess, til að það haldist sem friðarbandalag, en ekki vitlaus jafnvægisstöng í heimspólitíkinni sem ögrar Rússum og hræðir þá útí svona skelfileg stríð. Ólafur Ragnar vitnaði í sjálfan Henry Kissinger, 99 ára öldunginn, fyrrverandi stjórnmálamenn og stjórnvitring úr bandarísku stórskotaliði utanríkisþjónustunnar. Orð hans hljóta einnig að vega þungt og vera merkilegt innlegg í umræðuna.
Hver er ábyrgð Íslendinga og annarra sem viðurkenndu sjálfstæði þjóðarbrotanna sem urðu til eftir upplausn Sovétríkjanna? Var sjálfstæði þeirra byggt á draumórum? Samkvæmt þeim sem vilja leysa upp þjóðríkin, en sú hugmyndafræði er vissulega sterkust innan vinstrisinnaðra fjölmenningarsinnanna útum allan heim, og því stangast þetta allt á, að styðja sjálfstæði Úkraínu og hata Rússa en vilja fjölmenningu og útrýma þjóðahugtakinu, landamærum og öllu sem aðskilur og hvetur til stríða eða deilna.
Hvernig getur fjölmenningarfólkið vinstrisinnaða hatað rasista og nazista ef satt er að þannig fólk sé í Úkraínu að berjast fyrir sjálfstæðinu þar? Hverskonar þversögn og rugl er það í góða fólkinu sem vill fjölmenningu og frið?
Alla vega, misvísandi er margt í þessu.
Fréttirnar um fjöldamorð Rússa eru ógeðslegar og verða ógeðslegri með hverjum deginum sem líður, bæði frá RÚV og öðrum, og þær eru augljóslega valdar til að efla andúð á Pútín og Rússum. Skil ég ekki hver græðir á því að sprengja upp spítala, elliheimili og annað, eins og rússneski herinn vilji efla andúðina á Rússum sjálfum. Það er óskiljanlegt. Varla er þó hægt að trúa því að allt séu þetta falsfréttir í RÚV, eða hinum meginstraumsmiðlunum, því sagt er að myndir eða kvikmyndir ljúgi ekki og séu ætíð sannleikurinn.
En í gegnum fréttaflutninginn á RÚV skín þó þetta, að aldrei eru sýndar fréttir um hörmungarnar í Rússlandi vegna efnahagsþvingananna, særða rússneska hermenn eða þeirra hlið á málinu. Það segir allmikið um hverskonar áróður er sendur út frá RÚV, og fleiri meginstraumsmiðlum. Samúðin er þó með Úkraínumönnum, nema maður skilur ekki hversvegna Rússar eru að sprengja spítala, elliheimili og slíkt.
Kasta heimagerðum sprengjum í skriðdreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 13
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 516
- Frá upphafi: 132088
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 411
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.