"Fæ mér aðra" eftir Megas frá 2001, túlkun.

Þetta er lokalag plötunnar "Far þinn veg", frá þessu ári með Megasi. Ljóðið fjallar um samskipti kynjanna, á yfirborðinu að minnsta kosti. Ég hafði áhuga á að kynna mér hvað Megas segði um ljóðið, og spurði hann þessvegna að því. Hann sagði að þetta fjallaði um meðferð mannsins á jörðinni en ekki samskipti kynjanna, og ekki er hægt að rengja hann með það, höfundinn, þótt ég hafi nokkuð efazt fyrst þegar hann sagði þetta, því mér fannst ekki augljósar vísbendingar í þá átt, en það má þó vel vera, því hægt er að túlka ljóðið þannig.

Ég var ósáttur við ýmislegt í ljóðinu og skal ég telja það upp. Fyrir það fyrsta í fyrstu setningunni:"Það er eitthvað meira en lítið dauft hljóð í dísum".

Hann er greinilega að fjalla um vafasamar manneskjur skemmtanalífsins, en ekki dísir sem slíkar. Það á ekki að upphefja það sem mannlegt er. "Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma" fjallar um þetta, en upphaflega merkingin á eingyðishugtakinu Guð er að margra áliti margir guðir og mörg goð, og það nær því yfir heiðin goðmögn einnig, eins og til dæmis dísir, og því brot á þessu boðorði að telja þessar manneskjur sem fara í taugarnar á manni dísir.

Reyndar kemur önnur skemmtileg líking í þessu sama erindi, sem sannar að skáldið hafði það sama í huga, og kann því notkun orðsins að vera háð í þessu sambandi, en yfirleitt á allsekki að nota goðatengd nöfn nema í æðri tilgangi til að afhelga ekki þessar heilögu verur.

"Það er ekki von að hátt fljúgirðu án fjaðra", er sú setning sem ég á við að sé skemmtileg líking. Eins og vitað er þá eru púkur (kvenkyns púkar) Vítis taldar í mynd leðurblaka stundum, og því ekki fiðraðar eins og englar og englur, og því má segja að þessi sami skilningur komi fram hjá Megasi, að skemmtanalífsviðföngin sem um er ort séu vítisættuð en ekki himnaríkisættuð.

Síðan kemur í öðru erindinu orðalag sem fór í taugarnar á mér þá, en ég skil núna betur og er sáttari við. "En þú varst aldrei meir en ein uppblásin blaðra", ég býst við því að löngu tímabært sé að tippa á aðra", er þessi setning.

Þannig var að ég bjó til hljómdisk sem heitir "Svo þung og þægileg", sem er óútgefinn enn, frá þessu ári, og þar lýsi ég áhuga á svona feitlögnum konum, en mér fannst í þessari setningu vera hefðbundnir fitufordómar sem ég hafði fengið nóg af hjá öðrum og taldi, eða vonaði að Megas væri yfir þá hafinn. Svo sagði hann að þetta væri um jörðina og egó mannkynsins, og ég taldi það raunar góða skýringu, en átti svolítið erfitt með að sannfærast þá, en er örlítið sannfærðari núna.

Í þriðja erindinu lýsir skáldið því hvernig "allt sem hann meikaði ekki" væri í viðfangsins líki, semsagt síblaðrandi, þriflegrar konu, með margvíslega og óþolandi lesti, sem lýst er í kvæðinu.

Í fjórða erindinu kemur síðan fram ákveðið viðhorf, um að valdið sé karlsins að hafna, sem er vald beggja, en ef þetta er undirmálskona af ákveðnu tagi getur það átt rétt á sér. Síðan kemur þar fram þessi trúarlega tilvísun enn og kristilega, að það fari bara viðfanginu að daðra við djöfulinn, og má segja að álit ljóðmælandans verði æ minna eftir því sem lengra líður á ljóðið á viðfanginu, hvernig sem rétt er að túlka það.

Þetta er margslungið ljóð, sem vísar fram í tíma, og segja má að það eigi miklu betur við okkar nútíma en þann tíma þegar það kom út, 2001, því hatrið á milli kynjanna er að minnsta kosti orðið miklu meira áberandi nú en áður, með Eddu Falak og sífellt fleiri opinberum aftökum og smánunum á hinu kyninu.

Í fimmta erindinu er viðfanginu lýst með orðinu geðveiki, sem á mjög vel við um femínista og þeirra heimsmynd, þar sem eigingirni og sjálfhverfa leika aðalhlutverk, og ranghugmyndir almennt að öllu leyti.

Í sjötta erindinu er svo minnzt á vélráð í þessu sambandi, og það einnig vel við. Baráttan um samfélagsvöld, áhrif og heilagleika innan samfélagsins er full af vélráðum, og samtakamáttur kvenna meiri og hefur alltaf verið í gegnum aldirnar í vélráðabeitingu og plottum slíkum. Án opinbers yfirvalds karlkynsins er því hægt að segja að alvald kvenkynsins sé að verða að raunveruleika með hræðilegum afleiðingum.

Í sjötta erindinu kemur þetta vel fram, að viðfangið sem ort er um, er einhverskonar tegund af kvenréttindabrjálæðingi, því orðið "fólskuplott" gefur það til kynna að vænisýki, ofsóknarbrjálæði femínistans sé það sem um er ort. Því er spádómseinkenni á þessu ljóði Megasar, það vísar fram í versnandi helstefnutíma og haturstíma nútímans, niðurrifs og eyðileggingar menningarinnar sem blasir við.

Í sjöunda erindinu er enn klykkt á þessu sama. Þar kemur þetta fram hjá Megasi, að áhugaleysið á kynþokka viðfangsefnisins sé tilkomið vegna vondrar sálar og mannhaturs, eða lasta og galla andlegra. Þar má því gera ráð fyrir stigmögnun stríðsástandsins, stríðsins á milli kynjanna.

Í áttunda erindinu er því svo lýst að föt og skartgripir og slíkt "færi ekki klukkuna til baka", og það er opinberun í ljóðinu, og því ljóst er að ort er um eldri konu, en ekki unga, sem reynir að hylja hrukkur og ellimerki með snyrtivörum, sennilega.

Svo er það níunda og síðasta erindið. Það er andlegast og djúpspekilegast. Þar yrkir skáldið sem svo: "Það er falskur tónn sem bjagar allt það sem bezt er búandi í þér, útí hött að taka séns".

Þetta er nokkuð óljóst orðalag að vísu, en gefur þó til kynna að ástæðurnar fyrir áhugaleysinu af kveðandans hendi séu flóknari en útlitslegar, og fitufordómar eða feitt útlit því aðeins afsökun eða toppurinn á ísjakanum á því sem honum finnst að og óaðlaðandi.

Eiginlega má lesa útúr þessum orðum, að konan sem ort er um, eða viðfangið, hvert sem það nú er, sé ekki í tengslum við tilfinningalíf sitt eða rökhyggju, og sé fíkill, að daður hennar sé ekki gert af einlægum áhuga á honum, heldur búi eitthvað annað undir, von um vímu af einhverju tagi.

Þarna nær kvæðið hápunkti sínum í margræðni og skáldlegri dýpt, en kannski of miklu púðri eytt í að lýsa löstum viðfangsins, en það er auðvitað smekksatriði, svo sem. Það hversu mikið efni fer í að lýsa löstunum gefur þó til kynna þráhyggju skáldsins og hversu erfitt hann á með að sleppa og segja henni upp, sem ort er um.

Síðan er þarna í níunda og síðasta erindinu fjallað um "sjúklega noju eitrandi frá sér og fláttskap", og "ekki rúm fyrir minnsta sens". Þessi orð eru góð lýsing á kvenréttindakonum sem sjá körlum allt til foráttu og græða á þeim á allan hátt.

Í heildina litið er þetta einnig góð lýsing á okkar vestrænu menningu, hvernig hún er útblásin peningahyggja og efnishyggja, hrunin í raun, þótt hún hangi enn starfandi með herkjum, vegna þess að innflæði fjármagns frá ofurríkum billjónamæringum er til "hjálpar", samkvæmt þeim sem bezt vita um þessi efni.

Ég var svolítið ósáttur við Megas þegar ég ræddi við hann um þetta ljóð á þessum tíma, en hann sagði að hann fengi alltaf verstu gagnrýnina fyrst þegar eitthvað væri nýútkomið, og síðan sæi fólk það í öðru og betra ljósi, og núna rúmlega 20 árum síðar fellst ég á að hann hafði rétt fyrir sér. Þetta ljóð er miklu merkilegra og flóknara en í fyrstu virtist. Maður sér það sem maður vill sjá og túlkar allt útfrá sínum takmörkunum - en möguleikum og kostum, skoðunum og viðhorfum um leið, fordómum jafnvel, sem allir hafa, þeir eru bara misjafnir.

Ef borinn er saman kveðskapur vinanna og félaganna Bubba Morthens og Megasar kemur það samstundis í ljós að kveðskapur Bubba Morthens er einhliða og einfaldur, tjáning, þar sem lært ljóðmál er þó oft notað, en kveðskapur Megasar er dulvitaður, meistarastykki sem sífellt koma á óvart í margræðni sinni.

Þessi túlkun mín getur kannski hjálpað einhverjum til að sjá fleiri hliðar á kveðskap Megasar en í fyrstu virðast augljósar. Skáldskapur hans er snilld, þótt eitthvað fráhrindandi geti stuðað í fyrstu, það er misjafnt eftir því hvaða skoðanir og viðhorf maður hefur eða samfélagið hefur kennt manni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 519
  • Frá upphafi: 132091

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband