Júróvisjón er spennandi og lögin grípandi eins og áður, en allt löðrandi í pólitík í keppninni.

"Hækkum í botn" með Suncity og Sönnu var mitt uppáhaldslag, en það komst ekki lengra, svo nú er komið að þessum fimm lögum að keppa. Ég hef smekk fyrir góðu diskói, þrátt fyrir allt, enda hluti af bernsku minni. Villkortslagið er held ég það sem ég hef mesta trú á, hef hitt Má og systur hans, og spáði því að þetta hæfileikafólk kæmist langt í tónlistinni, en vinur minn er skólabróðir föður þeirra. Lagið þeirra er býsna grípandi, en hin fjögur eru það svo sem líka þannig að óvíst er um hver keppir fyrir Ísland núna.

En var það rétt af höfundi "Hækkum í botn" að senda svona pólitísk skilaboð? Þessi keppni er orðin alveg rammpólitísk í bak og fyrir, bæði kvennapólitísk í hæsta máta og svo flokkspólitísk og alþjóðapólitísk, þannig að pólitískari getur hún varla orðið. Áður var reynt að sneiða hjá pólitík í keppninni, og með hörðum hætti.

 

En Júróvisjón er alltaf skemmtiefni fyrir landsmenn, hvort sem manni finnst keppnin orðin of pólitísk eða ekki. Í raun gætu öll lögin sigrað, Reykjavíkurdætur með rapplagið sitt er það eina sem mér finnst ekki vera grípandi. Það gæti nú alveg sigrað samt, ef það er pólitíkin sem ræður öllu, og þeirra lag er kvenréttindapólitískasta lagið, svo það passar.

 

En það er alveg sama hvað ég er ósammála pólitíkinni í keppninni, tónlistin er gleðivaldur hvað sem textunum líður og skoðunum flytjenda. En hvernig heimi lifum við í, ef Rússland er orðið hægrisinnað einræðisríki og Vesturlönd rammkommúnísk eins og á Stalínstímanum? Þá hafa orðið stjórnmálaleg pólskipti.

 

Mér finnst þetta vera allt hæfileikafólk sem tekur þátt í keppninni. Af hverju er þá þörf á þessum pólitísku skilaboðum, er það ekki vottur um veikleika málstaðarins, fjölmenningaráróðursins og jafnaðarstefnunnar, femínismans, sem stöðugt er verið að reyna að sannfæra hlustendur um, með textum og áróðri keppanda og sjónvarpsfólks?

 

RÚV hefur verið á þeirri braut í 20 ár að minnsta kosti, en alltaf er verið að herða róðurinn í þeim efnum.

 

En júróvisjónpartý um land allt samt.


mbl.is Reykjavíkurdætur heitastar á Betsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 126548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband