9.3.2022 | 09:04
Zelenski er vissulega hetja í augum heimsbyggðarinnar, þótt hann hafi verið talinn undarlegur forseti, með rætur sínar í gríni og leiklist
Í þessu stríði hefur Zelenski skráð sig í sögubækurnar sem dugmikill forseti og Úkraínumenn sem miklir þjóðernissinnar sem fá samúð heimsbyggðarinnar. Nú er Rússland búið að eiga tvo harðstjóra og því rangt að nota Þýzkaland og sögu þess sem grýlu á heimsbyggðina.
Það sem heimurinn hefur lært á undanförnum áratugum er sífellt meiri óbeit á stríðum. Það má segja að Rússar og sérstaklega Pútín verði lengi að komast í náð hjá stórum hluta jarðarbúa.
Þegar maður hefur hlustað á Útvarp Sögu og Hauk Hauksson fréttaritara þar veit maður að rússnesk heimsmynd er ekki alveg eins og okkar sem erum undir áhrifasvæði Hollywood. Það er hægt að saka einræðisherrann um þetta, en þar sem menningin er ekki eins og í okkar heimshluta þarna gæti alveg komizt svipaður forseti til valda aftur. Sterkur leiðtogi er oft bjargvættur þjóðar sem býr við upplausn, eins og þetta var eftir hrun kommúnismans í Rússlandi.
Ef spásagnir Guðjóns Hreinberg eru sannar um molnaða menningu Vesturlanda, sem mér finnst margt benda til, þá er einmitt hætta á að svona einræðisherrar komist til valda í upplausninni eftir Covid-19 faraldurinn. Að mörgu þarf að gæta.
Það þarf þjóðerniskennd til að berjast gegn svona innrás. Hana eiga Úkraínumenn til. Myndu Íslendingar verja svona sitt land? Myndum við berjast til að verja okkar land með vopnum, eða gefast upp?
Ég held að vel megi fullyrða að meiri þjóðerniskennd sé í þessum löndum en á Norðurlöndum, og að hún haldi þjóðunum meira saman, en þá er líka erfiðara að vinna löndin með innrás.
![]() |
Flytja almenna borgara úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hægt og bítandi eru hneykslismálin að grafa undan ríkisstjórn...
- Nýr erkidrúíði, páfi öðru nafni, hefur verið valinn
- Pútín ætti að læra að sigra með afþreyingu, rússneskri Hollyw...
- Eðli kommúnista er að búa til dúmur, forum, ráð og allt það, ...
- Guðinn sem er yfir og allt um kring, Taranis, og hvernig hann...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 128
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 764
- Frá upphafi: 145398
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 496
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.