8.3.2022 | 07:07
Stríð er í hugum almennings nauðgun á því ríki sem gerð er innrás í
Úkraínustríðið er notað sem rökræðugrundvöllur á milli hægrimanna og vinstrimanna. Undir pistli Geirs Ágútssonar á sunnudaginn, "Fyrirlestur um Rússa og Úkraínu" birtust margar merkilegar athugasemdir, sannleikur, blekkingar og hálfsannleikur allt í bland, eins og menn valda þessum vopnum.
Sérlega merkilegar fannst mér athugasemdir Ómars Geirssonar, en hann er oft rökfastari en aðrir sem á "hálfgildings" vinstrigrundvelli mótmæla þeim sem hafa samúð með Pútín og Rússum. Margir Zelenskivinir nota bara andlegt ofbeldi en engin rök, af því að heimurinn stendur með þeim hljóta hinir að vera "kexruglaður hægriöfgamenn", og blammeringarnar nægja til að þagga niður í mótstöðumönnum, sem nenna ekki að rökræða við fólk sem lætur blammeringarnar duga og valdbeitinguna í krafti fjöldans.
En það er rétt sem Ómar skrifar þarna, að til verknaðarins þarf að taka afstöðu. Já, fordæma ber innrásir stórþjóða á smáþjóðir, það er rétt.
En hvað segir reynsla sögunnar af Bandaríkjamönnum? Þeir réðust inní Írak á engum grundvelli, vissu það sennilega fyrir, og ekki varð Íraksstríðið Írökum til hjálpar, og erfitt að fullyrða það. Hvað með Víetnamstríðið langdregna og ömurlega, þarsem risaher Bandaríkjanna galt afhroð hrikalegt á gríðarlega löngum tíma?
Munurinn er sá að Bandaríkin er kóróna vestrænnar heimsmyndar, hvað varðar völd og áhrif, með Hollywood og engilsaxneska menningu sem er drottnandi eins og sú rómverska var fyrr á öldum.
Nú á tímum er þó verulega farið að saxa á þeirra forystu, vegna Kínverja, Indverja, Rússa, Evrópusambandsins og annarra í þeirra valdasamfélögum. Sérstaklega á þeim tímum þegar "elliært gamalmenni" er þar við stjórnvölinn, eins og hann hnyttilega orðar það sjálfur.
Það er þetta samhengi sem ég vil fjalla um, þannig að siðfræðilegar spurningar vakna.
Síðan kemur framhaldið í svari Ómars, og þar kemur hann inná það að þetta muni ekki líðast á 21. öldinni. Þegar hann minnist á 21. öldina má ætla að hann geri sér grein fyrir ljótum fordæmum öðrum en Þýzkalandi Hitlers og Sovétríkjum Stalíns, og væntanlega er þar einnig vísun í framferði Bandaríkjamanna á 20. öldinni.
Síðan notar hann orðið hrútskýringar í þessu samhengi, og gerir sér fyllilega grein fyrir því að búið er að mála upp þá mynd af Pútín að hann sé að nauðga Úkraínu, sem er í mynd varnarlausrar konu, hverri er nauðgað, í hugum almennings um allan heim. Já, þannig er líkingamál alheimspressunnar og Ómar notfærir sér það snilldarlega í svari sínu og notar sama líkingamál þannig að það virkar sem íþynging röksemdarfærslunnar hjá honum. Þetta er stílbragð sem virkar vel hjá mörgum, og með réttu.
Pútín er tuddinn á skólalóðinni sem nauðgar og lemur önnur börn, það er heimspressan búin að segja okkur.
Það er erfitt að hrekja þessa upplifun á atburðunum, og flestir sammála um hana, en að kalla "hrútskýringar á þessum tímapunkti ekkert annað en stuðning við ofbeldi" finnst mér kannski svolítil einföldun hjá Ómari.
Þetta orð, hrútskýringar er niðrandi, fundið upp af rithöfundinum Hallgrími Helgasyni, sem er í fremstu röð nýyrðasmiða okkar lands.
Það hefur verið umræða um það að undanförnu að þjófnaður á netinu sé orðinn algengari og erlendir glæpamenn og glæpagengi þurfi sérstaklega að varast í því skyni. Á viðurkenndum viðskiptasíðum er jafnvel orðið algengara að óheiðarleiki sé meiri en hann var fyrir hrunið 2008, og fyrir 20 árum.
Ég hef gert svolitla könnun á þessu sjálfur hvaða aðilar það eru sem eru óheiðarlegri en aðrir á netinu. Það eru konur og innflytjendur, er niðurstaðan. Fyrir 20 árum voru konur í algjörum minnihluta af þeim sem seldu á netinu. Nú eru þær orðnar í meirihluta og hroki þeirra hefur aukizt gífurlega. Fyrir 20 árum voru þær heiðarlegri en karlar, til að sanna sig. Það er ekki þannig í dag. Ungar konur með marga fylgjendur komast upp með meira en allir aðrir, að jafnaði, í krafti samfélagslegra vinsælda sinna. Einnig er það óvinsælt að gagnrýna minnihlutahópa eða fólk sem tilheyrir þeim.
Mansplaining og hrútskýring, þetta eru vond orð því þau eru notuð sem valdatæki öfgafemínistanna og þeirra vina og meðvirkninga.
Öfgafemínistar telja sig ekki þurfa að hlusta á karla lengur, og telja sig hafa rétt á þjófnaði og öðrum glæpum vegna þess að taparar af karlkyninu hafi ekki félagslega stöðu eða völd til að standa á rétti sínum.
Öfgafemínistar útum allan heim eru orðnir nauðgararnir á skólalóðinni og tuddinn á skólalóðinni, svo ég noti orðalag Ómars aftur og enn.
Svonefndar hrútskýringar eru stundum nauðsynlegar útskýringar. Það er það sem ég vil benda Ómari og öðrum á. Hann tilheyrir sjálfur hrútastofninum þótt ærnar jarmi hátt.
Á vissan hátt má segja að Vesturlönd og femínistar séu tuddinn á skólalóðinni, í stærra samhengi, en Pútín er tuddinn á skólalóðinni þegar kemur að samskiptum hans og Úkraínu og Zelenskis.
Óvissa í Rússlandi og íbúar eru óttaslegnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 512
- Frá upphafi: 132084
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 409
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.