6.3.2022 | 18:31
Hvernig á að bregðast við úreltri útþenslustefnu?
Silfrið var með betra móti í dag einnig eins og síðast. Sigríður Hagalín er frænka mín í föðurættinni, og ber nokkurn svip af ömmu Fanney, finnst mér.
En Silfrið var lagt undir Úkraínustríðið, skiljanlega. Sérstaklega var sjónum beint að þeirri breyttu heimsmynd sem nú blasir við, hvernig verður framtíðin ef ekki er lengur friðvænlegt í heiminum?
Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu, því fólk viðurkennir að viðskiptaþvinganir skaða einnig Vesturlönd, og þó verður því haldið áfram.
En það sem stendur uppúr er mikilvægi þess að stuðla að útrýmingu gereyðingarvopna, því valdajafnvægin haldast þau sömu ef þeim verður fækkað sem mest, eins og sagt var á 9. áratugnum, um það leyti sem fundurinn í Höfða var haldinn.
Við vitum það úr fréttum undanfarinna ára og áratuga að erfðatengdum sjúkdómum virðist fjölga, og á sama tíma hefur mengun umhverfisins aukizt, plastefnum, geislavirkum efnum og slíkum óþverra. Það er mikilvægt að nú þegar stríðsblikur eru á lofti kannski víðar en þarna að þessi friðarbarátta og afvopnunarbarátta fari aftur á fullt.
Eins og kom fram í máli rússnesku konunnar ungu, Natöshju, sem talaði í þættinum, er stuðningur við Pútín mjög kynslóðabundinn. Það eru eldri kynslóðirnar sem styðja hann helzt, sem horfa á sitt ríkissjónvarp og þekkja vart annað, en yngri kynslóðirnar fara mikið á netið eins og yngri kynslóðir um allan heim og eru vestrænni.
Pútín er frávik, eða fjörbrot stórveldastefnunnar, sem hlýtur að líða undir lok, og útþenslustefnan líka, sem flestir héldu að væri liðin undir lok, en reyndist ekki vera það.
Ef Pútín heldur útþenslustefnu sinni innan þessa heimshluta mun hún ganga til baka í rás tímans án efa, þegar hann fer frá völdum. Ef Kínverjar læra af honum, Indverjar eða þjóðir í vestrinu, þá er hinsvegar ekki von á góðu.
Þróunin er miklu frekar í þá átt að smærri einingar krefjast sjálfstæðis, á einstaklingsgrundvelli að minnsta kosti, miðað við Metoo og hinseginleikann, sem snýst um einstaklingsbundna upplifun kynjahlutverkanna, og að hafna miðstýringu og yfirstjórn eins og birtist í þessu stríði, og þótt mikil samleitni sé að verða í Evrópusambandinu er ég ekki viss um að það slík þróun gangi vel í framtíðinni.
Þannig að ef mikið er gert úr þessu stríði getur útkoman orðið óútreiknanleg, hverjir sem blandast í þetta.
Árásin á Úkraínu kom mér vissulega á óvart, að reynt er að ná öllu svæðinu undir Rússa, en hitt finnst mér mjög ósennilegt að Pútín fari að ráðast á Natótengd lönd og þjóðir þarna eða annarsstaðar.
Að vísu gætu stríð verið háð með efnavopnum eða sýklavopnum, og skaðinn af þeim yrði minni en af kjarnorkuvopnum, og líka er hægt að heyja stríð með langdrægum flaugum með hefðbundnum sprengjum, eins og Bandaríkjamenn hafa gert, en hætt er alltaf við stigmögnun til hins stórhættulega, gereyðingarvopna af verstu gerð.
Þegar allt kemur til alls hlýtur að vera býsna líklegt að Pútín láti sér Úkraínu nægja í bili.
Er ekki hin lýðræðislega þróun í heiminum líklegri en hin einræðiskennda, ef miðað er við það sem Natashja sagði í Silfrinu, að unga fólkið væri síður að styðja Pútín?
Sennilega er heimurinn jafnvel varla betur staddur núna en í Kúbudeilunni 1962, þegar Bob Dylan samdi "Blowing In The Wind", sennilega útaf kjarnorkuógninni.
Þessar efnahagsþvinganir bitna verst á venjulegu fólki allsstaðar, en aðallega í Rússlandi og Úkraínu, sem Rússar herja á. Það er ömurlegt að eldri kynslóðin í Rússlandi, sem hefur upplifað allskonar hörmungar, þurfi að taka þetta á sig ofaná þá erfiðleika alla, kommúnismann og hrun hans, það er ekki réttlátt, langt frá því.
Það merkilegasta við þetta er svo hvað það verður erfitt fyrir Pútín að halda Úkraínu, ef hann hefur ekki fólkið með sér, og hvað efnahagsþvinganirnar geta gert þjóð hans andhverfa honum, þannig að jafnvel þótt hann nái Úkraínu á sitt vald gæti hann tapað henni aftur í uppreisnum, og misst tökin á Rússum sjálfum.
Segja má að allir séu í þröngri stöðu, og dómgreindarbrestur af Pútín að hefja innrásina og stríðið, eins og kom fram í Silfrinu í dag.
Ég segi það enn, mestu mistökin voru að Íslendingar og aðrar vestrænar þjóðir hafi ekki átt friðsamlegri sambúð við Rússa löngu áður en þetta byrjaði. Stjórnlyndir menn verða ekki skárri í mótspyrnu.
Sama hertækni og Rússar beittu í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 8
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 511
- Frá upphafi: 132083
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.