"Hann tilheyrir Jesú Kristi," trúartexti eftir Bob Dylan frá 1981, þýðing, túlkun.

Bob Dylan var harðlega gagnrýndur fyrir marga texta á kristna trúartímabilinu hans frá 1979 tl 1981 og sagt að hann hefði tapað skáldskapargáfunni að mestu leyti, og farið að nota síendurteknar trúarklisjur í staðinn, mjög óskáldlegar, eða talmál án líkinga. Þessi texti er talinn með þeim lélegustu sem hann samdi á þessum tíma, en hann er engu að síður einlægur og heillandi á sinn hátt.

 

Þarna er hann greinilega pirraður útí trúleysingja og þá sem eru ósammála hans trúarvissu, og mér finnst það alveg skemmtilegt lag, að fjalla um trú sína svona.

 

Svona er þýðing ljóðsins yfir á laust mál og eðlilega íslenzku án skáldamáls:

 

"Þú skalt endilega vera með kjaftasögur um hann og rætni af því að hann vekur hjá þér vafa, af því að hann hefur afneitað sér um alla þá hluti sem þú getur ekki lifað án. Hlæðu svo að honum þegar hann heyrir ekki til alveg eins og hinir gera, og minntu hann á fyrri syndir hans þegar hann gengur framhjá. Hann tilheyrir Jesú Kristi, pirrastu útaf honum eins og þú getur. Þú átt svolítið sem er betra, þú átt nefnilega steinhjarta. Hættu þínum eðlilegu samræðum þegar þú sérð hann ganga framhjá. Vonaðu að hann detti um sjálfan sig - æ yrði það ekki ljúft? Af því að hjátrúin stjórnar honum ekki lengur, af því að hann verður hvorki keyptur né mun hann þigga mútur af því sem þú dýrkar. Þegar svipan sem lætur þig hlýða fær hann ekki til að stökkva og hoppa, segðu þá að hann sé heyrnardaufur, og segðu að hann sé þumbari. Segðu svo að hann sé ekki í tengslum við veruleikann þegar þú reynir að egna hann upp, af því að hann þjónar ekki kónginum sem heimurinn þjónar eins og þú. Síðan skaltu kalla hann tapara því hann hafi ekki vit á heimsmálum og almenna skynsemi, af því að hann gerir ekki mikið úr þér á annarra kostnað. Af því að hann er óhræddur að reyna og vera ósammála segðu að hann hafi engan stíl, af því að hann segir hvorki brandara né ævintýrasögur, segðu að hann geti ekki látið þig brosa. Þú getur hlegið að bjargræðinu og tekið þátt í Ólympíuleikunum. Þú getur haldið að þegar þú hvílist að lokum farir þú bara aftur frá þeim stað sem þú komst. En þú hefur tekið gríðarlega sögu trúanlega og tekið stakkaskiptum frá því þú fæddist. Hvað gerðist fyrir hinn raunverulega þig? Þú hefur verið fangaður, en af hverjum?" (Viðlag endurtekið).

 

Bob Dylan hefur fleiri hæfileika en að nota ljóðmál og dulmál í textum sínum. Hann getur einnig verið hreinskilinn eins og hér. Það skiptir mig ekki mestu máli hvort ég er sammála trúarvissu hans í textanum, einlægnin finnst mér skipta máli, að hann nýtur þess að syngja lagið og reyna að láta aðra skipta um skoðun.

 

Við ráðum sjálf hvort við sjáum það neikvæða eða jákvæða við trúarbrögð og stjórnmál. Á trúarplötum Bob Dylans er líka gagnrýni á samtímann ekkert síður en á hans frægu plötum með þjóðfélagsgagnrýni, eins og þegar hann byrjaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 132090

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband