21.2.2022 | 20:41
Jafnaðarfasisminn fær viðspyrnu frá Rússum
Pútín vill aukin völd, skiljanlega. Valdamenn í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar nota þetta sem átyllu til að leiða athyglina frá þeirri staðreynd að allt er í rúst eftir Covid-19 aðgerðirnar sem hafa sett sum lönd næstum í gjaldþrot, og var ekki ástandið beysið víða fyrir. Auk þess er hamfarahlýnunin farin að segja til sín. Fjölmenningarhugmyndin er gjörsamlega orðin afsönnuð, en vesturlönd halda áfram að vinna með úrelta fyrirmynd og hugsjónir, og hin gráðugu gróðaöfl farin að fara yfir ýmis mörk, og eyðileggja hefðir með femínismanum.
Yfirvofandi innrás og yfirtaka Úkraínu er aðeins eitt af því sem búast má við af þessu tagi í framtíðinni. Búast má við ófriði miklu víðar, og alvarlegri ófriði.
Alls ekki er víst að Pútín tapi á þessu í framtíðinni, vegna þess að ýmislegt annað á eftir að breytast líka, Evrópusambandið gæti liðið undir lok og aðrar breytingar gætu einnig orðið sem ekki eru alveg fyrirsjáanlegar.
Rússland gæti orðið mótvægi við Vesturlönd, eftirsóknarvert mótvægi, því það sem kallað er lýðræði á Vesturlöndum er jafnaðarfasismi. Mótmælin gegn Covid-19 aðgerðunum eru aðeins toppurinn á ísjakanum, því gríðarleg gremja er víða á Vesturlöndum, og stjórnmálalegur klofningur stórkostlegur.
Vesturlönd hafa ekki efni á því að vera í efnahagsstríði við Rússland. Evrópa eru í þvílíkri orkukrísu að það gengur bara ekki upp.
Pútín viðurkennir sjálfstæði svæðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 36
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 539
- Frá upphafi: 132111
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.