Flestir þekkja dæmi um Covid-smit margbólusettra. Sofandaháttur ekki boðlegur. Hvað er að gerast með heimsbyggðina? Hafa samsæriskenningar sannazt? Er fólk andvaralaust?

Nú þegar kófið hefur geisað í tvö ár er hægt að reyna að meta stöðuna og draga ályktanir. Ég hef heyrt um mjög marga tvíbólusetta sem fóru frekar illa útúr veikindum, en þríbólusettir og óbólusettir jafnvel síður.  Spurningin er hvort óháðar rannsóknir verði gerðar á þessu og einhverjar niðurstöður verði birtar sem varpa rýrð á bólusetningaráróðurinn mikla? Opinberlega segir Þórólfur þetta sama, að bólusetningarnar hafi verið nauðsynlegar, en æ fleiri efast um það, býst ég við, eftir að komið hefur í ljós hversu lítil virkni er í "bóluefnunum", og sumir segja þau skaðleg.

 

Nú er það alveg ljóst að þjóðin var blekkt og fólkið í ríku samfélögunum var gert að tilraunadýrum. Slíkt mun vera bannað samkvæmt reglugerðum þeirra sem vildu læra af seinni heimsstyrjöldinni. Hversvegna er ekki settur upp dómstóll gegn þeim sem bjuggu til veiruna og annað slíkt eins og gegn þeim sem byrjuðu seinna heimsstríðið? Hverskonar lydduskapur er það að þjóðin geri uppreisn gegn smávægilegum strákabrotum Sigmundar Davíðs 2016 en ekki svona ósóma og heimssamsæri, sem næstum því hefur sannazt á billjónera heimsins? Hvað er eitt bankahrun í boði óknyttastráka bankakerfisins árið 2008 til móts við heilsufarsógn af mannavöldum og sviksemi á hæstu stöðum?

 

Þeir sem mótmæla útaf þessum umdeildu Covid-19 málum og bólusetningarherferðinni miklu en gagnslitlu eru einfaldlega að styrkja lýðræðið, ekki að ógna því, myndi ég segja.

 

Það ættu allir að vita það að þar sem kapítalistar eru þar er hætta á fjárglæfrum. Slíkt ætti ekki að koma á óvart og því lítil ástæða til að hneykslast. Samsærin gegn fólki geta þó verið önnur og verri, og samsæri fjölmenningarelítunnar eru jafnaðarmannasamsæri. Þau eru margfalt verri.

 

Eru flestir Íslendingar kommúnistar og jafnaðarmenn en ekki sjálfstætt og stolt fólk, burtséð frá flokkum?

 

Fólkið í landinu verður að hætta að vera undir hæl fjölmenningarfólksins, sem ræðst á menn sem hjálpa fólkinu í landinu, menn eins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ég kalla það árás á Sigmund Davíð sem gerðist 2016, Wintrismálið. Hvernig má lýsa hneykslunargjörnum jafnaðarmönnum? Sjá ekki bjálkann í sínu auga fyrir flísinni hans Sigmundar Davíðs og hægrimanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 617
  • Frá upphafi: 132070

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband