7.2.2022 | 16:22
Erfið deila
Sjálfstæði finnst mér merkilegt fyrirbæri og vert að berjast fyrir, nema það er blekking í langflestum tilfellum, sé betur að gáð. Þó berjumst við fyrir blekkingunni og þessum litlu leifum af sjálfstæði sem við höldum eftir. En þegar kemur að deilunni um Úkraínu, hvort hún eigi að vera ESBland og Natóland eða Rússapartur, þá flækist málið, eins og með Ísland líka.
Vesturlönd hafa spillzt og eitrazt af femínisma og þannig fallið á kné fyrir Satan og eru djöflaríkið, ekki þau lönd sem Vesturlönd gagnrýna.
Það er kannski aukaatriði í þessu og ætti kannski ekki að taka með í reikninginn, en þó, það er hluti af jöfnunni.
Rússland er svo sem ekki endilega fullkomið samfélag, en það er mótvægi við einræðisþjóðfélögin hér í vestri. Jafnaðarfasisminn ríkir hjá okkur, þar sem fólk fær síður vinnu, maka og vini sé það ekki með skoðanir sem þóknast elítunni. Fræðimenn eins og félagsfræðingar eru raunar allrar virðingar verðir og geta lýst mörgu vel, en þora ekki að gagnrýna eigið þjóðfélag, sem þeir eru hluti af, komi þeir úr menntakerfinu, eða ekki oft að minnsta kosti.
Afganistan, Talíbanistan er svo sem annað merkilegt dæmi um þar sem reynt er öðruvísi fyrirkomulag. Virðist hið nýja Afganistan/Talibanistan mun friðsamara en hið fyrra, og stór hluti þeirra vandamála sem hrjá Afganistan/Talibanistan vera Vesturlöndum að kenna og viðskiptaþvingunum, eða það er ekki útilokað.
Ég skil alveg afstöðu Rússa og sennilega er stór hluti fólks í Úkraínu fast í þeirri hræðilegu blekkingu sem flestir í okkar heimshluta hafa kokgleypt, að ESB og Vestrið sé fyrirheitna landið, Paradís, þrátt fyrir að hjálpin þaðan hafi verið stopul.
Hugmyndin um fullt sjálfstæði er blekking, þegar maður er hluti af viðskiptakerfi, félagsfræðilegu samskiptakerfi og ýmsum öðrum kerfum.
Myndu ekki lífskjör batna í Úkraínu ef það yrði aftur hluti Rússlands?
Mikil áhætta fólgin í að leggja undir sig Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 100
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 765
- Frá upphafi: 127392
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 569
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.