6.2.2022 | 06:08
Þjóðin er þyrst í raunverulega þætti. Verbúðin er ágæt skemmtun.
Ég er sammála svo firnamörgum sem hafa hrósað þættinum Verbúðin á RÚV. Ég man sjálfur eftir svo mörgu sem fjallað er um, en það er búið að þjappa ýmsu saman frá mörgum árum, en tíðarandanum er þarna yfirleitt vel lýst. Samt er mjög augljóst að boðskapurinn er að skapi Samfylkingarinnar og annarra andstæðinga quótakerfisins. Kannski verið að bera í bakkafullan lækinn, því sá áróður er víða.
Það sem mér finnst gott við þessa þætti er að ekki er reynt að búa til væmnar ástarsögur, heldur hráar lýsingar.
Vonandi að þetta verði framhaldssería. Hægt væri að spóla til baka og fjalla um aðra hluta af þessum áratug en quótakerfið, til dæmis tónlistarlífið, bifvélaverkstæði, eða aðrar starfsgreinar og hvernig sumar starfsgreinar hafa eiginlega horfið en aðrar komið í staðinn.
Verbúðin sprengdi skalann í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 105
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 699
- Frá upphafi: 132055
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 583
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.